ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

14,5% hækkun Landsnets veldur 3-5% hækkun hjá viðskiptavinum RARIK

Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5%. Þessi hækkun hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. 

Áhrif hækkunar Landsnets á viðskiptavini RARIK er sú að frá 1. janúar nk. munu þeir greiða 3 til 5% meira í heildar flutnings- og dreifikostnað, háð töxtum og nýtingartíma. 

 

Ástæða hækkunar Landsnets á gjaldskrá um 14,5%

Í tilkynningu sem RARIK barst frá Landsneti vegna hækkunarinnar kom fram að hluti hækkunarinnar, eða 7% er tilkominn vegna endurmats Landsnets á flutningsgjaldskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. Hins vegar er rúmlega helmingur hækkunarinnar eða 7,5% til kominn vegna nýlegs dóms Landsréttar. Landsvirkjun höfðaði mál gegn Landsneti og Orkustofnun þar sem krafist var viðurkenningar á því að óheimilt hafi verið að leggja aflgjald á Landsvirkjun vegna virkjana sem mata raforku inn á flutningskerfi Landsnets. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 20. október 2023 þar sem niðurstaða dómsins var sú að fallast á kröfur Landsvirkjunar.

 

Vegna niðurstöðu dómsins telur Landsnet rétt að breyta uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að dreifiveitur (eins og RARIK) og stórnotendur greiði nú kostnað vegna innmötunar virkjana sem tengjast flutningskerfi Landsnets. Kostnaður vegna innmötunar þeirra verður því hluti af flutnings- og dreifikostnaði. 

 

Þessi breyting þýðir einnig að þær virkjanir sem mata raforku inn á flutningskerfið munu greiða lægri gjöld til flutningsfyrirtækisins en annars væri. Orkuframleiðendur, t.a.m. Landsvirkjun ætti því að hafa tækifæri til að lækka heildsöluverð til sölufyrirtækja sem starfa á smásölumarkaði til samræmis. Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku nr. 36.A

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik