ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Aðalfundur RARIK var haldinn 29. maí í húskynnum fyrirtækisins í Reykjavík

Aðalfundur RARIK ohf var haldinn sl. föstudag í húskynnum fyrirtækisins í Reykjavík.

Í máli Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra kom m.a. fram að Ársreikningur RARIK ber greinileg merki þeirra sviptinga sem urðu í fjármálalegu tilliti hér á landi og í alþjóðlegu fjármálalífi á árinu 2008. Tap var á rekstri samstæðunnar á árinu 2008 sem nemur 7.232 milljónum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 1.884 milljónir króna. Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á árinu 2008 var 979 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir og nokkuð betri en árið áður.

 

Sú breyting varð á stjórn, að í stað Berglindar Hallgrímsdóttur, sem verður nú varamaður í stjórn, kom Huld Aðalbjarnardóttir. Árni Steinar Jóhannsson tók við fomennsku í stjórn og Valdimar Guðmannsson tók við af Berglindi sem ritari stjórnar. Ingibjörg Sigmundsdóttir er áfram varaformaður.

 

Hilmar Gunnlaugsson fráfarandi formaður stjórnar flutti ávarp, þakkaði Berglindi gott samstarf og lauk máli sínu með þessum orðum:

 

„Ég vil nota þetta tækifæri og þakka meðstjórnarmönnum mínum, forstjóra og öðrum starfsmönnum kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári. Það er samhentur og öflugur hópur sem starfar hjá þessu fyrirtæki og ég kvíði ekki framtíð RARIK ohf. Fyrirtækið er í góðum höndum."

 

Ingþór K. Eiríksson bar fundinum kveðju Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, sem ekki gat mætt á fundinn.

 

Stjórn RARIK ohf frá aðalfundi 2009 til aðalfundar 2010 er þannig skipuð:

  • Árni Steinar Jóhannsson , formaður
  • Ingibjörg Sigmundsdóttir, varaformaður
  • Valdimar Guðmannsson, ritari
  • Hilmar Gunnlaugsson
  • Huld Aðalbjarnardóttir
Sækja skjalÁrsskýrsla 2008
Ársskýrsla 2008

Ársskýrsla 2008

Sækja skjalFundargerð aðalfundar RARIK ohf
Fundargerð aðalfundar RARIK ohf

Fundargerð aðalfundar RARIK ohf

Sækja skjalSkýrsla stjórnar RARIK fyrir árið 2008
Skýrsla stjórnar RARIK fyrir árið 2008

Skýrsla stjórnar RARIK fyrir árið 2008

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik