ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Auknar fjárfestingar á árinu 2018

Á fundi stjórnar RARIK þann 30. nóvember var samþykkt fjárfestingaáætlun fyrir árið 2018. Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 4.990 mkr. sem skiptast þannig að fjárfesting í dreifikerfum raforku er um 4.000 mkr., í hitaveitum 520 mkr. og í sameiginlegum verkefnum 425 mkr. Þetta er nokkur aukning frá því sem áætlað var á þessu ári en áætlaðar fjárfestingar í ár voru 4.300 mkr. Til 33 kV strenglagna verður varið 325 mkr og þar eru stærstu verkefnin lagning strengs frá Stöðvarfirði til Breiðdalsvíkur og strengs frá Brúarvirkjun að Reykholti í Biskupstungum. Til framkvæmda í aðveitustöðvum á að verja 1.172 mkr og þar eru stærstu verkefnin endurnýjun aðveitustöðva á Lambafelli, á Sauðárkróki og á Breiðdalsvík auk nýrrar aðveitustöðvar á Hnappavöllum í Öræfum. Til endurnýjunar og aukningar á dreifikerfum til sveita með jarðstrengslögnum og jarðspennistöðvum er áformað að verja 1.817 mkr. og í þéttbýli verður varið 443 mkr.

 

Á Hoffelli í Hornafirði verður boruð fimmta djúpa holan til að afla vatns fyrir hitaveitu á Höfn. Vonir standa til að með henni verði komið nægjanlegt heitt vatn til að anna hitaveitu fyrir Höfn. Jafnframt verður unnið að undirbúningi og efnisútvegun fyrir stofnlögn milli Hafnar og virkjunarsvæðisins með það að markmiði að taka hitaveitu í notkun fyrir árslok 2019.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik