ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Dregið úr rennsli á meðan jarðstrengur var plægður undir Blöndu

Þann 24. apríl sl. var jarðstrengur plægður undir Blöndu við svokallað Breiðavað. Um er að ræða hluta af 14 km. jarðstreng sem mun koma í stað Fellslínu milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Á meðan farið var yfir ána var rennsli frá Blönduvirkjun minnkað úr 40m3 á sek. niður í 10m3 á sek en þá var breidd árinnar um 100 metrar. Verkið var unnið í samráði við Landsnet og Landsvirkjun en staðsetning þverunarinnar var ákveðin í samráði við sveitarfélagið. Þá var tímasetning verksins valin í samráði við veiðifélag Blöndu til að trufla sem minnst veiði í ánni og leyfi fengið frá Fiskistofu.

 

Það var verktakinn Vinnuvélar Símonar á Sauðárkróki sem annaðist verkið. Daginn áður en 110 mm rör og rafstrengurinn voru plægð ofan í botninn á 1,2 til 1,5 m. dýpi hafði verktakinn undirbúið verkið með því að losa upp árbotninn. Vinnan ofan í ánni tók alls 5-6 klukkustundir en þar af tók sjálf plæging strengsins undir Blöndu um 2 klukkustundir. Með þessari framkvæmd er lokið strenglagningu á 11kV stofnkerfinu milli Blönduós og Skagastrandar.

Dregið úr rennsli 1
Dregið úr rennsli 2

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik