ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Rafvæðing fiskeldis í Ölfusi

Þessa dagana vinnur RARIK m.a. að uppsetningu á 1.600 A heimtaug fyrir fiskeldisstöð í Ölfusi, sem er í eigu Laxa Fiskeldi ehf. Byggt hefur verið spennahús með 1.600 kVA spenni fyrir utan stöðina en að henni er lagður 11 kV háspennustrengur frá nálægu fiskeldi úr dreifikerfi RARIK sem tengist svokallaðri fiskeldislínu.

 

Mikil klöpp er á staðnum þannig að þurft hefur að sprengja þarna talsvert og fleyga fyrir kerjum, skurðum og miklu lagnakerfi, eins og gengur þegar fiskeldi er annars vegar. Suðurverk hf. sér um þær framkvæmdir og hafa nú verið sprengdir yfir 8.000 m³ af bergi.

 

Fiskeldisstöðin er enn í byggingu, þótt einhver starfsemi sé hafin og talsverð þörf sé á orku Til bráðabirgða hefur veri sett upp 630 A vinnuheimtaug á meðan á framkvæmdum stendur. Enn á eftir að smíða húsið þar sem rafmagnstaflan verður sett upp.

Rafvæðing fiskeldis 1

Spennahús

Rafvæðing fiskeldis 2

Ker og vatnslagnir fiskeldisins

Rafvæðing fiskeldis 3

Spennahús við fiskeldisstöð í Ölfusi

Rafvæðing fiskeldis 4

Loftmynd sem sýnir spennahús frá RARIK vinstra megin á myndinni og fiskeldisstöðina hægra megin

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik