Rarik

RARIK opnar nýjan vef

Í síðustu viku fór nýr vefur RARIK í loftið. Á vefnum er lögð áhersla á að gefa sem best aðgengi að þjónustu og upplýsingagjöf sem viðskiptavinir og aðrir notendur vefsins sækja mest í. Mínar síður viðskiptavina hafa verið efldar þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar um viðskipti sín og skilað inn sjálfsálestri. Vefurinn gefur greitt aðgengi að upplýsingum um skipulag, hlutverk og þjónustu RARIK, auk þess sem hægt er að fylgjast með nýjungum og fréttum af RARIK í áskrift. Þá lagar vefurinn sig að öllum skjástærðum og virkar því vel í öllum helstu snjalltækjum.

 

Meðal nýjunga á vefnum er öflug þríþætt kortavirkni þar sem notendur geta í fyrsta lagi fengið yfirlit um allar starfsstöðvar RARIK, í öðru lagi skoðað nákvæmt yfirlit um dreifikerfi RARIK og í þriðja lagi séð tilkynningar um rafmagnsleysi og á hvaða landsvæði það hefur áhrif.

 

Þó vefurinn sé kominn í loftið er markmiðið að vinna að stöðugum umbótum og þróun hans á næstu misserum. Notendur geta komið ábendingum á framfæri í gegnum vefinn en auðvelt er að senda inn skilaboð í gegnum hann.

 

Hönnun og smíði vefsins var í höndum Affino. Þarfagreiningarvinna var unnin í samstarfi við Fúnksjón vefráðgjöf.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik