ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK stóð af sér óveðrið

Í heildina litið stóðst kerfi RARIK vel óveðrið á Norður- og Austurlandi 22.-25. nóvember. Þær framkvæmdir sem fyrirtækið hefur farið í undanfarin ár í strengvæðingu eru svo sannarlega að gefa góða raun.

Slökkvistörf og viðgerðir á Öræfalínu í nóvember 2017
Slökkvistörf og viðgerðir á Öræfalínu í nóvember 2017

Óveður gekk yfir landið 22.-25. nóvember síðastliðinn. Mikið norðanhvassviðri og -stormur með snjókomu og éljagangi gekk yfir norðan- og austanvert landið og sunnan og vestantil varð líka vart við mikla vindstrengi. Miklir sviptivindar voru og áttu vindmælar veðurstofunnar fullt í fangi með að mæla verstu kviðurnar. Þetta var óvenju langt tímabil með stormi og sviptivindum og þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna jafnlangan og leiðinlegan kafla með norðanhríðum, skv. Einari Sveinbirnssyni Í Morgunblaðinu 28.11.2017.

 

Það var í ýmsu að snúast hjá starfsmönnum RARIK sem stóðu vaktina og mest var að gera á Norður- og Austurlandi.

 

Á Norðurlandi urðu um 400 notendur straumlausir. Tvær truflanir urðu í Skagafirði en reyndar varð sú fyrri þann 21.11. þannig að veðrið hefur verið farið að láta á sér kræla nokkuð snemma. Glaumbæjarlína leysti þá út í nokkrar mínútur vegna vinds og ísingar. Um tveggja tíma truflun varð svo þegar Hegraneslína fór út vegna ísingar og vinds að kvöldi 23.11. Í Þistilfirði varð vart við straumleysi að kvöldi 24.11. Um miðjan dag 25.11 þegar veðrið var að ganga niður, urðu íbúar Raufarhafnar rafmagnslausir. Ástæðan fyrir þeirri truflun var mikil selta sem hafði safnast á einangrara Raufarhafnarlínu í þessum mikla vindi. Straumlaust var í tiltölulega stuttan tíma á meðan verið var að koma varaaflsvélum í gang, en viðgerð stóð hins vegar langt fram eftir nóttu.

 

Á Austurlandi urðu um 6.500 notendur straumlausir í styttri eða lengri tíma á svæðinu frá Suðursveit og Öræfum til Vopnafjarðar. Viðamesta truflunin varð 23.11. þegar lína Landsnets leysti út vegna áfoks í tengivirki og rafmagnslaust varð frá Vopnafirði til Stöðvarfjarðar. Lengsta truflun vegna bilunar í kerfi RARIK á þessu svæði var í Suðursveit og Öræfum rétt fyrir miðnætti þann 23.11. Staur í línu brann og sinubruni varð milli Hestgerðis og Uppsala. Slökkviliðið þurfti að aðstoða við að slökkva eldinn. Síðasti viðskiptavinurinn var kominn með rafmagnið aftur um kl. 9:00 að morgni 24.11. Sama dag varð Breiðdalur straumlaus í 11 mínútur þegar línan Teigarhorn-Ormsstaðir leysti út, líklega vegna áfoks og laugardaginn 25.11. var síðasta truflunin í þessu áhlaupi þegar straumlaust var í Jökulsárhlíð fram eftir degi.

 

Til viðbótar þessum truflunum varð vart við smávægilegar truflanir á Suðurlandi og Vesturlandi.

 

Á heildina litið lítur RARIK svo á að kerfið hafi þrátt fyrir allt staðist vel þetta aftakaveður. RARIK er með mjög víðfeðmt dreifikerfi á þeim svæðum þar sem veðurhamurinn var sem mestur og þær framkvæmdir sem fyrirtækið hefur farið í undanfarin ár í jarðstrengsvæðingu dreifikerfisins eru svo sannarlega að gefa góða raun.

Slitin lína í Holtsdal
Starfsmaður RARIK á Suðurlandi að störfum í staur í Holtsdal í Skaftárhreppi, þar sem lína slitnaði í óveðrinu.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar