ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Samið um að ný virkjun tengist dreifikerfi RARIK

Þann 20. október var undirritaður samrekstrarsamningur RARIK og HS Orku um tengingu og samrekstur fyrirhugaðrar 9,9 MW Brúarvirkjunar í Tungufljóti við dreifikerfi RARIK.

Virkjunin tengist dreifikerfi RARIK við virkjanavegg. Til að styrkja dreifikerfið verður lagður 33 kV jarðstrengur á næsta ári frá aðveitustöðinni við Reykholt að virkjuninni. Áætlað er að styrking dreifikerfisins vegna tengingar virkjunarinnar verði lokið veturinn 2018-2019.

 

Brúarvirkjun verður stærsta virkjunin sem tengist raforkukerfinu um dreifikerfi RARIK. Með henni verða virkjanir í kerfi RARIK 33 talsins með um 56 MW málafli samtals. Jafnframt eykst hlutdeild orku frá slíkum virkjunum inn á dreifikerfi RARIK úr 18% í um 26%.

Brúarvirkjun mun tengjast við dreifikerfi RARIK frá aðveitustöðinni við Reykholt
Lagður verður 33 kV jarðstrengur á næsta ári frá aðveitustöðinni við Reykholt að Brúarvirkjun

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar