ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Stjórnarferð RARIK um Vesturland

Stjórn RARIK fer árlega í ferð um dreifiveitusvæði RARIK, ræðir við sveitastjórnir og heimsækir starfsstöðvar fyrirtækisins. Þetta er mikilvægur þáttur í því kynna starfsemi fyrirtækisins gagnvart sveitarfélögunum, heyra hvað brennur á þeim, svara spurningum og koma á góðum skoðanaskiptum um stöðu mála. Að þessu sinni var Vesturland heimsótt, dagana 24. og 25. ágúst sl.

Fyrri daginn var Rjúkandavirkjun sem er í eigu Orkusölunnar, dótturfélags RARIK, skoðuð og í framhaldinu var starfsstöð RARIK í Ólafsvík heimsótt. Þá var fundað með fulltrúum sveitarstjórna Snæfellsbæjar og Grundafjarðarbæjar á Hrauni í Ólafsvík. Sama dag var starfsstöð RARIK í Stykkishólmi heimsótt og síðan fundað með fulltrúum sveitarstjórna í Stykkishólmi, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi á Fosshótel Stykkishólmi.

 

Seinni daginn, að loknum stjórnarfundi þar sem m.a. var afgreiddur árshlutareikningur RARIK, var farið í Búðardal og fundað með fulltrúum sveitarstjórnarmanna þar í Leifsbúð. Starfsstöðin í Búðardal var heimsótt og dælustöð hitaveitunnar í Reykjadal skoðuð. Loks var haldið í Borgarnes og starfsstöð RARIK heimsótt og fundað með sveitarstjórnarmönnum í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Kjósahrepps á Hótel Borgarnesi.

 

Fundarmenn voru sammála um ágæti slíkra funda og mikilvægi þess að halda þeirri hefð að stjórn RARIK heimsæki a.m.k. einn landshluta á dreifiveitusvæði fyrirtækisins árlega.

Stjórn RARIK skoðaði dælustöð hitaveitunnar í Reykjadal
Stjórn RARIK skoðaði dælustöð hitaveitunnar í Reykjadal. Nýlega hefur þar verið settur dælubúnaður til að dæla upp úr holunum en fram til þessa hefur heita vatnið verið sjálfrennandi upp úr þeim.
Dælustöð hitaveitunnar í Reykjadal
Dælustöð hitaveitunnar í Reykjadal.
Heimsókn í hákarla- og sögusetur Bjarnarhafnar á Snæfellsnesi.
Heimsókn í hákarla- og sögusetur Bjarnarhafnar á Snæfellsnesi.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar