ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Strenglögn um friðlýst svæði hjá Hraunfossum

Endurnýjun, aukning og efling rafdreifikerfis RARIK þýðir í sumum tilfellum að fara þarf um friðlýst svæði eða svæði sem njóta verndar með einhverjum hætti. Í dag eru 114 friðlýst svæði á landinu. Dæmi um slíka vinnu er strenglögn í og við friðlýst svæði Hraunfossa, sem RARIK vann að nú í sumar. Plægður var niður 1.250 m af háspennujarðstreng og samhliða var lagt rör fyrir ljósleiðara. Einnig voru settar upp tilheyrandi spennistöðvar. Plægingin var að mestu meðfram mörkum friðlýsta svæðisins, við reiðveg sem þar er, en þó var nauðsynlegt að fara með heimtaugarstreng út af þeirri leið og í átt að nýrri þjónustumiðstöð við Hraunfossa.

 

Hraunfossar og Barnafoss eru friðlýstir sem náttúruvætti og er mannvirkjagerð og jarðrask á svæðinu háð leyfi Umhverfisstofnunar. Í kjölfar samráðs við Umhverfisstofnun um hvernig best væri að standa að verkefninu, og öflun leyfa og gagna um aðstæður á því svæði sem strenglögnin lægi um, var umsókn um leyfi til framkvæmda á friðlýstu svæði send stofnuninni. Leyfið var veitt þann 21. júní 2017 og mat Umhverfisstofnun að litlar líkur væru á því að framkvæmdin muni hafa áhrif á verndargildi náttúruvættisins. Verkefnið var jafnframt unnið undir eftirliti stofnunarinnar. Vinna hófst 16. ágúst s.l. og var henni að fullu lokið, með frágangi á strengleið þann 31. ágúst.

Hraunfossar falla undan Hallmundarhrauni ofan í Hvítá
Hraunfossar falla undan Hallmundarhrauni ofan í Hvítá
Rafstrengur plægður niður í jörð
Rafstrengur plægður niður í jörð.
Starfsmenn RARIK að tengja saman jarðstreng
Starfsmenn RARIK að tengja saman jarðstreng

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik