ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Þrír nýir fulltrúar kosnir í stjórn RARIK


Þrír af fimm stjórnarmönnum sem kosnir voru í stjórn RARIK á aðalfundi félagsins í dag eru nýir.

 

Ný í stjórn RARIK eru Valgerður Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Arndís Soffía Sigurðardóttir. Áfram verða í stjórninni Birkir Jón Jónsson og Álfheiður Eymarsdóttir. Úr stjórn gengu Arnbjörg Sveinsdóttir, Friðrik Sigurðsson og Þórey Svanfríður Þórisdóttir.


Varamenn í stjórn RARIK voru kosin þau Elín Einarsdóttir og Jón Bragi Gunnarsson.

 

 

310 milljóna króna arður til eigenda

Á aðalfundinum kom fram að hagnaður RARIK samstæðunnar á árinu 2017 var 2.507
milljónir króna að teknu tilliti til afkomu hlutdeildarfélags og skatta. Á fundinum var ákveðið
að greiða 310 milljónir króna í arð til eiganda.


Rekstrartekjur RARIK 2017 hækkuðu um 1,5% frá árinu 2016 og námu 14.886 milljónum
króna og rekstrargjöld hækkuðu á milli ára um 4% og námu 11.883 milljónum króna.
Heildareignir RARIK í árslok voru 58.465 milljónir króna og hækkuðu um 743 milljónir króna á
milli ára.


Eigið fé í árslok 2017 var 37.730 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 64,5% samanborið við
62,6% í árslok 2016. Fjárfestingar ársins námu 3.408 milljónum króna, sem er minna en
áætlað var en um 350 milljónum króna meira en árið á undan.


59% dreifikerfisins jarðstrengir

Á aðalfundinum kom fram að lagðir voru 230 km af jarðstrengjum á árinu og eru nú 59%
dreifikerfisins, eða um 5.300 km komið í jarðstrengi. Áætlanir RARIK gera ráð fyrir að
endurnýjun loftlínukerfis með jarðstrengjum ljúki á næstu 17 árum og að um 200 km af
nýjum jarðstrengjum verði að jafnaði lagðir á ári.


Rekstrartruflunum í dreifikerfinu hefur fækkað vegna jarðstrengjavæðingar og fyrirvaralausar
truflanir árið 2017 voru 18% færri en að meðaltali síðustu 10 ár og hafa ekki verið færri frá
því skipulegar skráningar hófust. Um 61% skerðinga á orkuafhendingu á síðasta ári var vegna
truflana í flutningskerfi Landsnets.


Á fundinum kom einnig fram að rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna, eins og þeirra sem
reknar hafa verið á Höfn og á Seyðisfirði, er að mati RARIK brostinn. Eftir góðan árangur af
jarðhitaleit við Hoffell í Nesjum hefur verið ákveðið að setja upp hitaveitu á Höfn, en á
Seyðisfirði hefur ekkert heitt vatn fundist, þannig að RARIK hefur kynnt íbúum þar að
áformað sé að loka veitunni á næstu árum.

 

Ársskýrsla Rarik 2017
Aðalfundur mynd 1
Aðalfundur mynd 2
Aðalfundur mynd 3

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar