Rarik

158 tilkynningar hafa borist vegna tjóns 17. maí.

Þann 17. maí sl. urðu stórfelldar spennusveiflur í kerfi Landsnets frá Skaftárhreppi að Egilsstöðum í kjölfar truflunar sem átti sér upphaf í bilun hjá álveri Norðuráls á Grundartanga. Yfirspenna frá Landsneti varð um 50% á mörgum afhendingarstöðum og stóð nægjanlega lengi til að geta valdið miklum skaða á rafbúnaði. Í kjölfarið hefur RARIK borist fjöldi tilkynninga um tjón frá notendum og hafa í dag borist 158 tjónstilkynningar alls. Ljóst er að tjónsupphæðir hlaupa á milljónatugum,  hugsanlega 30-50 milljónum kr, en endanlegar tjónsupphæðir liggja þó ekki fyrir á þessari stundu.  Má búast við að þeim muni áfram fjölga, enda enn að berast. Um 61% þessara tjóna eru í dreifikerfinu sem tengist aðveitustöð Landsnets við Prestbakka í Skaftárhreppi. Um 22% eru í dreifikerfinu við Eyvindará hjá Egilsstöðum. Einnig hafa borist tjón frá notendum sem tengjast aðveitustöðvum Landsets á Eskifirði, Lagarfossi, Neskaupstað, Seyðisfirði, Stuðlum, Fáskrúðsfirði, Teigarhorni, Hólum og Höfn, en á þessum stöðum er einungis um stök eða fáein tjón að ræða. Fyrir nokkru ákvað RARIK í ljósi óstöðugleika íslenska raforkukerfisins að setja upp yfirspennuvarnir til að verja notendur fyrir skaða af völdum hugsanlegra yfir- og undirspennu frá raforkukerfinu. Uppsetningu þeirra var lokið á flestum stöðum á Austurlandi og er nokkuð ljóst er að þessar varnir hafa ótvírætt sannað gildi sitt og forðað gríðarlegu tjóni hjá notendum á Austurlandi. Því miður voru þessar varnir ekki orðnar virkar á Prestbakka. Öllum tjónstilkynningum sem hafa borist hefur RARIK vísað til afgreiðslu hjá tryggingafélagi Landsnets, sem er Sjóvá.

158 tjónstilkynningar eftir truflun 17. maí
Skipting tilkynntra tjóna eftir flokkun tjónþola

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Samband við öll svið
Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið: 08:00-16:00

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik