RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. RARIK á og rekur hita- og fjarvarmaveitur á fimm stöðum á landinu. Orkusalan á og rekur sex vatnsaflsvirkjanir. RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem sinnir ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis.
Um 90% af háspenntu dreifikerfi raforku í sveitum landsins er í umsjón RARIK en samanlögð lengd þess er um 10.000 kílómetrar. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að færa dreifikerfi RARIK úr loftlínum í jarðstrengi en með því eykst rekstraröryggi um leið og komið er til móts við sjónarmið sem vilja draga úr sjónrænum áhrifum línumannvirkja. Þessu verki miðar vel og er stefnt er að því að árið 2035 verði allt dreifikerfi RARIK komið í jörð.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15