Í skipulagi RARIK er kjarnastarfsemi fyrirtækisins á þremur sviðum; veitukerfi, viðskiptaþjónusta og þróun og framtíð. Þvert á kjarnasviðin eru stoðsviðin mannauður og menning, viðskiptatækni og skilvirkni og fjármál sem veita þjónustu til allra sviða og þar með allrar starfsemi fyrirtækisins.
Í skipulaginu eru einnig tvær stoðeiningar sem eru stjórnarhættir og sjálfbærni og verkefnastofa. Stjórnarhættir og sjálfbærni heldur utan um gæðamál, áhættustjórnun, sjálfbærni, samskipti, samfélagslega ábyrgð og uppýsingastjórnun. Verkefnastofa heldur utan um verkefnaskrá fyrirtækisins, sinnir faglegri verkefnastjórnun og vinnur að innleiðingu verkefnamiðaðs skipulags. Teymi fyrirtækisins verða síðan ýmist varanleg eða tímabundin þar sem unnið er að lausn sértækra verkefna.
Framkvæmdastjórar skipulagsheildarinnar eru sex. Auk þess er Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri fyrirtækisins til hliðar við Magnús Þór Ásmundsson forstjóra.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15