ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Hitaveiturnar okkar

Rarik á og rekur fjórar hitaveitur; í Búðardal, á Blönduósi, Siglufirði og Höfn í Hornafirði. Frá 1991 til 2025 rákum við fjarvarmaveitu á Seyðisfirði en HEF veitur tóku við rekstri hennar 1. janúar 2025.

Rarik á og rekur fjórar hitaveitur. Samanlagt meðalafl veitnanna er um 20 megawött og toppafl tæp 40 megawött. Árlega framleiða veiturnar um 3,3 milljónir rúmmetra af heitu vatni sem er nægt magn til að fylla 25 metra sundlaug 20 sinnum á dag í heilt ár af óblönduðu heitu vatni.

 

Hitaveitur Rarik á Höfn, Búðardal, í Húnabyggð og Skagaströnd og á Siglufirði skapa mikilvæga samfélagslega undirstöðu og styðja við samkeppnishæfni svæðanna.

Við viljum leitast við að viðhalda og framþróa hitaveiturnar okkar eftir bestu getu. Við leitum að nýjum vatnsæðum og jarðhitasvæðum með tilraunaborunum en nokkur framþróun hefur orðið á hitaveitum okkar, sérstaklega á Höfn og í Húnabyggð og Skagaströnd á undanförnum árum. 

Hitaveitukort

Hitaveitustarfsemi Rarik hófst árið 1991.

  • Hitaveitan á Höfn 23. janúar 1991
  • Hitaveitan í Siglufirði 7. apríl 1991
  • Hitaveitan í Dalabyggð 24. júlí 2003
  • Hitaveitan í Húnabyggð og Skagaströnd 10. maí 2005

Nýjasta hitaveitan okkar er Hitaveitan í Höfn í Hornafirði en hún veitir heitu vatni frá Hoffelli til Hafnar og nágrennis og var formlega tekin í notkun árið 2021. Nýjasta borholan okkar var tekin í notkun föstudaginn 13. júní 2025 við Reyki í Húnabyggð og eykur rekstraröryggi veitunnar þar sem hún tryggir að hitaveitan geti annað bæði núverandi og framtíðareftirspurn á svæðinu.

 

Á framtíðarplönum okkar er svo jarðhitaleit við Vík í Mýrdal en Vík er ört vaxandi bæjarfélag með vaxandi orkuþörf. Öll hús á Vík eru rafkynt en vonir standa til að þar takist að finna nægjanlegt magn af heitu vatni til að anna bæjarfélaginu. Þetta mun ekki bara auka lífsgæði á Vík heldur einnig auka afhendingaröryggi á raforku til muna og lækka kyndingarkostnað verulega.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik