Hlutverk RARIK ohf. er að auka verðmætasköpun og lífsgæði viðskiptavina sinna með öruggri afhendingu á endurnýjanlegri orku og samfélagslega ábyrgum rekstri. RARIK hefur umsjón með umfangsmesta rafdreifikerfi landsins sem nær til Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurlands auk 44 þéttbýliskjarna. Fyrirtækið á og rekur jafnframt fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, á Blönduósi, Siglufirði og Höfn í Hornafirði og fjarvarmaveitu á Seyðisfirði. Dótturfyrirtæki RARIK, Orkusalan ehf. annast öflun raforkunnar með eigin framleiðslu og innkaupum og selur viðskiptavinum orkuna í smásölu. RARIK ohf. er í eigu ríkisins, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki, opinbert hlutafélag. Yfirstjórn er í höndum þess ráðherra sem fer með fjármál hverju sinni. Stjórn RARIK er kosin á aðalfundi félagsins ár hvert og er hún skipuð fimm aðalmönnum og fimm varamönnum.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15