ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Jafnréttisstefna RARIK

Jafnréttisstefna RARIK er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

 

Það er stefna RARIK að fyllsta jafnréttis sé ávallt gætt í starfsemi fyrirtækisins, óháð kyni. RARIK hámarkar mannauð sinn með því að tryggja að allir starfsmenn njóta sömu tækifæra og kjara óháð kynferði og að allir starfsmenn séu metnir á eigin verðleikum. RARIK leggur áherslu á að starfsfólk fyrirtækisins virði jafnréttissjónarmið í hvívetna og komi fram við hvert annað af virðingu.

 

Hvers konar mismunun á forsendum kynferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu RARIK og landslög.

 

Laun og önnur starfstengd kjör
Hjá RARIK fá starfsmenn greidd jöfn laun óháð kyni og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Laun skulu ákveðin óháð kynferði og sömu mælikvarðar skulu notaðir fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Sömu viðmið óháð kynferði skulu höfð í huga við ákvörðun yfirvinnu eða annarra starfstengdra kjara eða réttinda.

 

Starfsmannaráðningar
Starfsmenn skulu eiga jafna möguleika til allra starfa sem laus eru óháð kynferði. Leitast skal við að jafna kynjahlutföll innan starfshópa og við tilfærslu í starfi skal tryggt að starfsfólki sé ekki mismunað eftir kynferði.

 

Starfsþjálfun og endurmenntun
Allir starfsmenn, skulu njóta sömu möguleika til starfsþjálfunar, endur- og símenntunar sem eflir færni þeirra í starfi eða eykur starfsþróun þeirra.

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Skipulagi vinnufyrirkomulags skal haga með þeim hætti að starfsmönnum sé gert kleift að sinna skyldum sínum gagnvart fjölskyldu samhliða vinnu sinni óháð kynferði.

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni
RARIK líður ekki fordóma, kynbundna áreitni eða einelti.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik