Hér fyrir neðan eru eyðublöð sem fylla þarf út vegna nýrra tenginga og einnig breytinga, jafnt fyrir rafmagn (heimtaug) og heitt vatn (heimæð). Umsókn þarf að berast með góðum fyrirvara. Að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar eru að finna í stefnu RARIK um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýrir hvernig RARIK safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna.
Ef gera þarf breytingu á heimtaug þarf að fylla út eftirfarandi eyðublað og senda okkur.
Víða eru heimtaugar einfasa enda eru stórir hlutar dreifikerfisins ennþá einfasa. Mikið átak hefur þó verið unnið í þrífösun dreifikerisins undanfarin ár, sérstaklega með aukinni jarðstrengsvæðingu, en þrátt fyrir það mun enn um sinn einhverjir hlutar þess áfram verða án þriggja fasa rafmagns.
Þar sem dreifikerfið er þriggja fasa geta viðskiptavinir sótt um þrífösun heimtaugar gegn föstu gjaldi skv.tengigjaldskrá. Sé þriggja fasa háspennulögn ekki fyrir hendi geta viðskiptavinir óskað eftir flýtingu framkvæmda, gegn greiðslu flýtikostnaðar, sem fast verð á km skv.tengigjaldskrá.
Þrífösunarkostnaðar getur þó orðið talsvert hár þegar þriggja fasa dreifikerfi er ekki fyrir hendi. Í slíkum tilvikum kann að vera skynsamlegt að huga að öðrum lausnum. M.a. bjóða ýmsar raftækjaverslanir hraðabreyta sem breytt geta einfasa rafmagni í þriggja fasa og getur slíkur búnaður verið hentug lausn fyrir minni mótora. Einnig geta viðskiptavinir RARIK fengið leigða svokallaða rafhrúta sem er búnaður til þess að umbreyta einfasa rafmagni í þriggja fasa. Rafhrútar henta til þess að gera mögulegt að nota þriggja fasa velar þar sem þriggja fasa rafmagn er ekki til staðar og kostnaður við þrífösun er hár. Skilyrði fyrir leigu rafhrúta er að leigutaki sé tengdur kerfi dreifiveitunnar. Um leiguverð má sjá í verðskrá, kafla IV, þjónusta.
Sótt er um þrífösun á eyðublaðinu hér fyrir ofan. Fylla má eyðublaðið út í tölvunni og prenta heima, undirrita og senda í pósti, eða fylla út eyðublaðið á næsta útibúi RARIK. Umsóknin þarf að berast með góðum fyrirvara. Mikilvægt er að fram komi í athugasemdum að um þrífösun sé að ræða.
Ef gera þarf breytingu á heimæð þarf að fylla út eftirfarandi eyðublað og senda okkur.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15