Starfsfólk stjórnstöðvar og framkvæmdaflokka RARIK verður á vaktinni yfir jól og áramót til að tryggja að jólaljósin fái að skína um allt land.
RARIK mun á nýju ári taka að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á Fjöllum.
Aðfaranótt mánudagsins 9. desember 2024 varð víðtækt rafmagnsleysi í Vík og Mýrdal eftir að bilun kom upp í Víkurstreng. Bilunin varð í strengnum þar sem hann liggur plægður undir Skógá.
RARIK hefur ákveðið að taka yfir öll samskipti og umsýslu vegna tjónatilkynninga í kjölfar truflana í kerfi Landsnets 2. október sl., í samvinnu við tryggingarfélag sitt, TM.
Þann 2. október 2024 varð mikil truflun í raforkukerfi landsins. Afleiðingarnar voru víðtækar, sérstaklega fyrir flutnings- og dreifikerfið á Norður- og Austurlandi og ollu víðtæku rafmagnsleysi og rafmagnstruflunum.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15