Handbók RARIK er byggð upp skv. ISO stöðlum, með verklagsreglum og fylgiskjölum og er opin og aðgengileg öllum starfsmönnum á innri vef fyrirtækisins. Handbókinni er deilt niður í eftirfarandi kafla og spannar víðfeðmt svið stjórnunar hjá RARIK:
1.0 Skipulag og stjórnun
2.0 Áætlanagerð
3.0 Starfsmenn, aðstaða, tæki og búnaður
4.0 Öryggi, heilsa og umhverfi
5.0 Samskipti
6.0 Fjármál og uppgjör
7.0 Hönnun, framkvæmdir og rekstur
8.0 Innkaupa- og birgðastýring
9.0 Vöktun, mælingar og úttektir
10.0 Skráning og skjölun gagna
Öryggisstjórnun RARIK er umfangsmikil og hefur það markmið að tryggja öryggi mannvirkja, starfsmanna, almennings og umhverfis. Öryggisstjórnun skv. Handbók RARIK hefur verið viðurkennd af Mannvirkjastofnun og er reglulega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Öryggisstjórnun RARIK nær til allra raforkuvirkja fyrirtækisins og þeirra virkja sem fyrirtækið ber ábyrgð á skv. samningi við önnur fyrirtæki. Samstarf er haft við aðrar veitur/svið, þar sem kerfin og ábyrgð mætast.
Innra eftirlit með raforkugæðum hefur það markmið að tryggja afhendingaröryggi og spennugæði raforku og nær til skráningu, gagnaöflunar og upplýsingaskyldu um afhendingar- og spennugæði raforku. Stjórnun raforkugæða skv. Handbók RARIK hefur verið viðurkennd af Orkustofnun og er reglulega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Innra eftirlit með veitumælum hefur það markmið að tryggja öryggi viðskiptahátta og hagsmuni neytenda með mælifræðilegu eftirliti með orkumælum og nær til innkaupa, skráningu, eftirlits og upplýsingaskyldu um veitumæla. Stjórnun orkumæla skv. Handbók RARIK hefur verið staðfest af Neytendastofu og er reglulega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Markmið RARIK í upplýsingaöryggi er að tryggja örugga afhendingu á orku til viðskiptavina og tryggja eftir því sem við á að upplýsingar séu réttar, tiltækar og að trúnaðar sé gætt. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest að stjórnkerfi upplýsingaöryggis RARIK uppfyllir leiðbeiningar þeirra varðandi úttektir á upplýsingakerfum. Reglulegar úttektir óháðra aðila eru á fylgni fyrirtækisins við leiðbeiningar FME.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15