ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Raforkuframleiðsla til eigin nota (örvirkjun)

Ef þú vilt skoða möguleika á að framleiða raforku til eigin nota, til dæmis með sólarsellum, þá er ferlið gangvart Rarik einfalt. Engu að síður er mikilvægt að tryggja að farið sé eftir settum reglugerðum HMS og Orkustofnunar um örvirkjanir, en það hugtak er notað fyrir framleiðslu raforku sem ekki fer yfir 12 kW (16 A).

Sólarselluþak á kúabúinu Garði - Mynd: Akureyri.net/Rakel Hinriksdóttir
Sólarselluþak á kúabúinu Garði - Mynd: Akureyri.net/Rakel Hinriksdóttir

Hvernig er ferlið?

  1. Kynntu þér leiðbeiningar Orkustofnunar um örvirkjanir.
  2. Semdu við rafverktaka sem sér um uppsetningu og tryggir að farið sé eftir reglugerðum og tæknilegum skilmálum.
  3. Rafverktaki tilkynnir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) um verkið.
  4. Tilkynnið um örvirkjun til Rarik. Fáðu rafvirkjann þinn til að aðstoða þig útfyllingu á tæknilegum hluta tilkynningareyðublaðsins og sendu okkur, ásamt einlínumynd, á rarik@rarik.is.

Tilkynningin og skráning í kerfum Rarik er meðal annars nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir slys ef starfsfólk framkvæmdaflokka eða verktakar á okkar vegum eru að vinna við strengi nærri virkri örvirkjun. Einnig þarf örvirkjunin að uppfylla ákveðin tæknileg skilyrði en löggiltur rafverktaki skal ávallt annast tenginguna auk þess að aðstoða við að fylla út tilkynningareyðublað til Rarik.

 

Athugið að örvirkjanir (vinnslueiningar undir 16 Amper (12 kW)) geta eingöngu framleitt raforku til eigin nota samkvæmt leiðbeiningum Umhverfis- og orkustofnunar.

Sækja skjalTilkynna örvirkjun til Rarik

Fáðu rafvirkjann þinn til að aðstoða þig við útfyllingu á tæknilegum hluta tilkynningarinnar og sendu ásamt einlínumynd á rarik@rarik.is.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik