Sala raforku er sá hluti raforkuviðskiptanna sem er á samkeppnismarkaði og hafa viðskiptavinir val um hvaða fyrirtæki þeir skipta við um raforkuna. Dreifing raforku er hins vegar háð einkaleyfi á hverju svæði. RARIK sér eingöngu um dreifingu raforku á dreifiveitusvæði sínu og er óheimilt að koma að vali viðskiptavina á raforkusala.
Viðskiptavinir geta valið sér raforkusala til að kaupa raforku sína óháð búsetu. Til þess nægir að hafa samband við þann raforkusala sem óskað er eftir að hafa viðskipti við, annað hvort símleiðis, með tölvupósti eða með því að senda tilkynningu á vef raforkusala.
Við notendaskipti er nauðsynlegt að velja sér söluaðila rafmagns og á það við um:
Við nýtengingar ber viðskiptavinum einnig að velja sér raforkusala og hafa samband við hann samhliða því að sótt er um tengingu heimtaugar. Hafi notandi ekki gert raforkusölusamning við sölufyrirtæki, ber dreifiveitu (RARIK) að stöðva raforkuafhendingu til viðkomandi notanda 30 dögum frá viðvörun. Með þessu vísast til reglugerðar nr. 1150/2019 um raforkuviðskipti og mælingar.
Viðskiptavinir sem hafa tilkynnt flutning inn á dreifiveitusvæði RARIK skulu hafa samband við þann raforkusala sem þeir kjósa að eiga viðskipti við og sér raforkusalinn þá um að koma viðskiptunum á fyrir viðkomandi húsnæði.
Orkustofnun gefur raforkusölum orkusöluleyfi og heldur utan um hverjir hafa slík leyfi. RARIK vísar því til Orkustofnunar varðandi upplýsingar um hverjir eru söluaðilar rafmagns á hverjum tíma.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15