ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Persónuverndarstefna RARIK

Stefna RARIK um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýrir hvernig RARIK safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna. Markmið stefnunnar er að tryggja að meðhöndlun RARIK á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Öflun og meðhöndlun persónuupplýsinga tekur einnig mið af þeim lögum sem fyrirtækinu ber að starfa eftir s.s.: Orkulög nr. 58/1967 og Raforkulög nr. 65/2003 ásamt öðrum lögum er eiga við starfsemi fyrirtækisins.


Persónuverndarstefna RARIK ohf.

Útg. 1.0 - 6.7.2018

  1. Ítrasta öryggis skal gætt í meðferð persónuverndarupplýsinga hjá RARIK.
  2. Ekki skal afla eða vinna með aðrar persónuupplýsingar en þær sem nauðsynlegar eru til að uppfylla ákvæði laga og skyldur fyrirtækisins gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum. Eingöngu skal vinna með þær upplýsingar sem við eiga hverju sinni og réttur hins skráða virtur. Ekki skal vinna með upplýsingarnar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi.
  3. Leitast skal við að tryggja að persónuupplýsingar sem unnið er með séu réttar hverju sinni og ávallt skal unnið með þær með gagnsæjum, sanngjörnum og lögmætum hætti. Persónuupplýsingum sem eru óáreiðanlegar eða ófullkomnar, miðað við tilgang vinnslu þeirra, skal eyða eða leiðrétta án tafar.
  4. Upplýsingar um hverju er safnað og hvernig það er notað skulu vera aðgengilegar viðkomandi aðilum, sem og upplýsingar um hvaða persónugreinanlegar upplýsingar eru sendar frá RARIK til þriðja aðila.
  5. Haldin skal vinnsluskrá sem heldur utan um þær vinnslur þar sem unnið er með persónuupplýsingar og skal skráin uppfærð og rýnd með reglulegum hætti.
  6. RARIK virðir rétt hins skráða til að fá aðgang að persónuupplýsingum, leiðrétta eða eyða þeim, takmarka eða andmæla vinnslu, flytja eigin gögn, afturkalla samþykki og kvarta til Persónuverndar.
  7. Persónuupplýsingar hjá RARIK skulu eingöngu geymdar persónugreinanlegar svo lengi sem þörf krefur og lög kveða á um. RARIK heyrir undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur skilaskyldu gagnvart þjóðskjalasafni.
  8. RARIK notar kökur („cookies“) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun á heimasíðum RARIK. Gerir þetta RARIK kleift að hanna vefsíður sínar þannig að þær gagnist notendum sem best. Eingöngu er unnið með slíkar upplýsingar á ópersónugreinanlegan hátt og þeim skal aldrei dreift til þriðja aðila.
  9. Persónuverndarstefna RARIK á við um RARIK ohf. og dótturfyrirtæki þess að Orkusölunni undanskilinni. Orkusalan ehf. er með eigin stefnu og stýringu á persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  10. RARIK einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinga og hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem fylgja því eftir að gögn um viðskiptavini RARIK séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem nauðsynlega þurfa að vinna með þau. Starfsmenn RARIK og verktakar á vegum fyrirtækisins undirrita trúnaðaryfirlýsingu og eru bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá RARIK.

Hvenær safnast persónuupplýsingar?

Í upplýsingakerfum RARIK safnast saman upplýsingar um viðskiptavini RARIK þegar þeir:

  • Kaupa vöru eða þjónustu frá RARIK (t.d. heitt vatn, hitaveita, raforkudreifing).
  • Skrá sig fyrir vöru eða þjónustu RARIK (t.d. umsókn um heimtaug vegna raforku eða hitaveitu).
  • Tilkynna eða skrá álestur á orkumæli.
  • Skrá sig fyrir móttöku símleiðis eða með tölvupósti á upplýsingum eða upplýsingaþjónustu hjá RARIK (t.d. bilanatilkynningar, áminningar um vanskil) – mínar síður.
  • Óska eftir frekari upplýsingum eða þjónustu (t.d. áætlun um orkunotkun, áætlun um verð á heimtaug).
  • Bera fram ábendingar eða kvartanir (t.d. um afhendingaröryggi, umgengni RARIK og tjón).

Mögulega eru vistuð gögn um viðskiptavini RARIK frá öðrum fyrirtækjum eða stofnunum, svo sem vegna upplýsinga úr þjóðskrá og lánstrausts.


Hvaða persónuupplýsingar eru geymdar?

Það fer eftir því um hvaða þjónustu ræðir en persónuupplýsingar sem geymdar eru í kerfum RARIK geta verið, en þurfa ekki að takmarkast við, eftirfarandi:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang, landsnúmer og sveitarfélag.
  • Notkunarflokkur og byggingarstaða mannvirkis við umsókn.
  • Tegund tengingar (rafmagn eða hiti), stærð heimtaugar og fjöldi mæla.
  • Einlínumynd af mælatöflum (ef rafmagnstenging), byggingarleyfi, afstöðumynd, útlitsmynd.
  • Símanúmer og netfang.
  • Bankaupplýsingar og greiðslumáti (ekki upplýsingar um kortanúmer).
  • Samskipti viðskiptavinar við RARIK, svo sem símtöl, tölvupóstar, sjálfsálestrarbréf, verkreikningar, beiðnir til viðskiptavers eða innheimtu, álestrar, kvartanir og úrvinnsla þeirra eða önnur samskipti við fyrirtækið.
  • Upplýsingar um viðskipti viðskiptavinar við RARIK, svo sem tegund þjónustu, orkunotkun, orkukaup (vegna hitaveitu), reikningssaga, reikningsupphæðir, skuldastaða og önnur atriði sem tengjast reikningi viðskiptavinar.
  • Kerfisupplýsingar sem tengjast viðskiptavini, svo sem tæknilegar upplýsingar, bilanir/kerfisatvik og tímasetningar þeirra.

Hvernig eru persónuupplýsingar notaðar?

Persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru mögulega notaðar í neðangreindum tilvikum:

  • Til að veita eða afhenda þá vöru og þjónustu sem viðskiptavinur hefur keypt af RARIK og veita viðskiptavini upplýsingar um stöðu á afhendingu vöru og framkvæmd þjónustu.
  • Til að upplýsa viðskiptavin um breytingar á afhendingu þjónustu eða viðskiptaskilmálum – til dæmis rafmagnsleysi og framvindu þess.
  • Til að bjóða viðskiptavini þjónustubreytingu sem byggist á því hvernig viðskiptavinur notar þjónustu RARIK, þ.m.t. orkunotkunarmynstur og staðsetningu.
  • Til að greina hvernig viðskiptavinir RARIK nota þjónustu fyrirtækisins og í hve miklu magni, til þess m.a. til að tryggja eðlilega uppbyggingu og þróun dreifikerfis RARIK, stuðla að auknu afhendingaröryggi og hagkvæmni fyrirtækisins.
  • Til að vernda tæknikerfi RARIK, svo sem til að stuðla að ekki komi til hnökra eða truflunar á orkuafhendingu, t.d. á álagstímum.
  • Til að reikningsfæra viðskipti viðskiptavinar.
  • Við athugun á skuldastöðu viðskiptavinar í vanskilum, svo sem hjá aðilum sem halda utan um slíkar upplýsingar og hafa með höndum innheimtu krafna.
  • Til að svara fyrirspurnum viðskiptavinar.
  • Til að vinna gegn ólögmætri háttsemi og til að bæta tjón.
  • Til þess að veita opinberum aðilum upplýsingar, þó aðeins í þeim tilvikum þar sem skylda hvílir á RARIK að verða við slíkri beiðni lögum samkvæmt.

Hverjum afhendum við persónugreinanlegar upplýsingar?

Persónugreinanlegum upplýsingum um viðskiptavini RARIK er dreift til Netorku hf., sem er sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi. Netorka hf. annast uppgjör og vinnslu sölumælinga og heldur utan um breytingar á viðskiptum raforkuseljenda og kaupenda – sjá einnig vefsíðu Netorku.

 

Samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002 þurfa allir notendur sem vilja njóta niðurgreiðslu að sækja um það sérstaklega til Orkustofnunar sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Það felur í sér að Orkustofnun hefur aðgang að persónugreinanlegum upplýsingar um viðskiptavini RARIK.


Vinnsla persónuupplýsinga vegna umsóknar um starf hjá RARIK

RARIK er ábyrgt fyrir vinnslu þeirra upplýsinga sem umsækjandi sendir inn vegna umsóknar á auglýstu starfi. Eftirfarandi upplýsingum er safnað vegna umsókna um starf:

  • Nafn og kennitala
  • Heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang
  • Ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini

Vinnsla á þessum persónuupplýsingum felur í sér mat á því hvort umsækjandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru vegna ráðningar í starf hjá fyrirtækinu. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi. Ef umsækjandi er ekki ráðinn í starfið er upplýsingunum eytt.


Er trúnaður um persónuupplýsingar?

RARIK einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinga og hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem fylgja því eftir að gögn um viðskiptavini RARIK séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem nauðsynlega þurfa að vinna með þau. Starfsmenn RARIK og verktakar á vegum fyrirtækisins undirrita trúnaðaryfirlýsingu og eru bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá RARIK.


Beiðni um persónuupplýsingar

Beiðni um persónuupplýsingar

RARIK virðir rétt hins skráða til að fá aðgang að persónuupplýsingum, leiðrétta eða eyða þeim, takmarka eða andmæla vinnslu, flytja eigin gögn, afturkalla samþykki og kvarta til Persónuverndar í samræmi við lög númer 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Þess ber jafnframt að geta að fyrirtækið heyrir undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur skilaskyldu gagnvart þjóðskjalasafni.

 

Beiðni um upplýsingar verður að vera skrifleg. Þar skal koma fram nafn, tölvupóstfang og póstfang hins skráða, auk upplýsinga um beiðnina sjálfa, þ.e. hvaða upplýsingum óskað er eftir. Í afgreiðslu RARIK er þar til gert eyðublað til útfyllingar.

 

Til að tryggja öryggi persónuupplýsinga hins skráða ber RARIK að auðkenna hinn skráða áður en upplýsingar eru veittar. Hinn skráði verður því að mæta í eigin persónu og með persónuskilríki útgefnum af opinberum stjórnvöldum (vegabréf, dvalarleyfisskírteini eða ökuskírteini) og afhenda beiðnina.

 

Tekið er á móti beiðnum um upplýsingar til samræmis við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í afgreiðslu á aðalskrifstofu RARIK ohf., að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík.

 

Jafnframt bendum við á að viðskiptavinur RARIK getur skoðað og leiðrétt eigin persónuupplýsingar (nafn, aðsetur, sími og tölvupóstfang) á Mínum síðum á vefsíðu RARIK


Athugasemdir um meðferð persónuupplýsinga

Hinn skráði á rétt á því að gera athugasemdir við vinnslu og/eða meðferð persónuupplýsinga. 

 

Annars vegar er hægt að hafa samband við Persónuverndarfulltrúa RARIK: Hildur Þórarinsdóttir, lögfræðingur á lögmannsstofunni Juris. Sími: 580 4400. Netfang: hildur@juris.is.

 

Hins vegar er hægt að hafa samband beint við Persónuvernd.


Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik