Stefna RARIK um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýrir hvernig RARIK safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna. Markmið stefnunnar er að tryggja að meðhöndlun RARIK á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Öflun og meðhöndlun persónuupplýsinga tekur einnig mið af þeim lögum sem fyrirtækinu ber að starfa eftir s.s.: Orkulög nr. 58/1967 og Raforkulög nr. 65/2003 ásamt öðrum lögum er eiga við starfsemi fyrirtækisins.
Útg. 1.0 - 6.7.2018
Í upplýsingakerfum RARIK safnast saman upplýsingar um viðskiptavini RARIK þegar þeir:
Mögulega eru vistuð gögn um viðskiptavini RARIK frá öðrum fyrirtækjum eða stofnunum, svo sem vegna upplýsinga úr þjóðskrá og lánstrausts.
Það fer eftir því um hvaða þjónustu ræðir en persónuupplýsingar sem geymdar eru í kerfum RARIK geta verið, en þurfa ekki að takmarkast við, eftirfarandi:
Persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru mögulega notaðar í neðangreindum tilvikum:
Persónugreinanlegum upplýsingum um viðskiptavini RARIK er dreift til Netorku hf., sem er sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi. Netorka hf. annast uppgjör og vinnslu sölumælinga og heldur utan um breytingar á viðskiptum raforkuseljenda og kaupenda – sjá einnig vefsíðu Netorku.
Samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002 þurfa allir notendur sem vilja njóta niðurgreiðslu að sækja um það sérstaklega til Orkustofnunar sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Það felur í sér að Orkustofnun hefur aðgang að persónugreinanlegum upplýsingar um viðskiptavini RARIK.
RARIK er ábyrgt fyrir vinnslu þeirra upplýsinga sem umsækjandi sendir inn vegna umsóknar á auglýstu starfi. Eftirfarandi upplýsingum er safnað vegna umsókna um starf:
Vinnsla á þessum persónuupplýsingum felur í sér mat á því hvort umsækjandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru vegna ráðningar í starf hjá fyrirtækinu. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi. Ef umsækjandi er ekki ráðinn í starfið er upplýsingunum eytt.
RARIK einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinga og hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem fylgja því eftir að gögn um viðskiptavini RARIK séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem nauðsynlega þurfa að vinna með þau. Starfsmenn RARIK og verktakar á vegum fyrirtækisins undirrita trúnaðaryfirlýsingu og eru bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá RARIK.
RARIK virðir rétt hins skráða til að fá aðgang að persónuupplýsingum, leiðrétta eða eyða þeim, takmarka eða andmæla vinnslu, flytja eigin gögn, afturkalla samþykki og kvarta til Persónuverndar í samræmi við lög númer 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Þess ber jafnframt að geta að fyrirtækið heyrir undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur skilaskyldu gagnvart þjóðskjalasafni.
Beiðni um upplýsingar verður að vera skrifleg. Þar skal koma fram nafn, tölvupóstfang og póstfang hins skráða, auk upplýsinga um beiðnina sjálfa, þ.e. hvaða upplýsingum óskað er eftir. Í afgreiðslu RARIK er þar til gert eyðublað til útfyllingar.
Til að tryggja öryggi persónuupplýsinga hins skráða ber RARIK að auðkenna hinn skráða áður en upplýsingar eru veittar. Hinn skráði verður því að mæta í eigin persónu og með persónuskilríki útgefnum af opinberum stjórnvöldum (vegabréf, dvalarleyfisskírteini eða ökuskírteini) og afhenda beiðnina.
Tekið er á móti beiðnum um upplýsingar til samræmis við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í afgreiðslu á aðalskrifstofu RARIK ohf., að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík.
Jafnframt bendum við á að viðskiptavinur RARIK getur skoðað og leiðrétt eigin persónuupplýsingar (nafn, aðsetur, sími og tölvupóstfang) á Mínum síðum á vefsíðu RARIK
Hinn skráði á rétt á því að gera athugasemdir við vinnslu og/eða meðferð persónuupplýsinga.
Annars vegar er hægt að hafa samband við Persónuverndarfulltrúa RARIK: Hildur Þórarinsdóttir, lögfræðingur á lögmannsstofunni Juris. Sími: 580 4400. Netfang: hildur@juris.is.
Hins vegar er hægt að hafa samband beint við Persónuvernd.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15