ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Sparnaðarráð

Við búum við ótrúleg lífsgæði á Íslandi þegar kemur að orku, hvort sem um er að ræða rafmagn eða heitt vatn. Alltaf er þó tilefni til að skoða hvernig við forum með orkuna okkar og hvort við getum leitað leiða til að minnka orkunotkun. Þannig má líka spara umtalsverðar fjárhæðir.

En afhverju er dreifiveita eins og Rarik að gefa viðskiptavinum sínum góð ráð varðandi orkusparnað? Jú þegar viðskiptavinir spara orkuna minnkar álag á kerfin okkar, það þýðir að við getum seinkað fjárfestingum í kerfinu og bestað þær sem heldur kostnaði til viðskiptavina stöðugri og lækkar hann til lengri tíma litið.

 

Við munum þurfa að fjárfesta verulega í innviðum á komandi árum til að koma til móts við aukna orkunotkun viðskiptavina. Þetta tengist meðal annars orkuskiptunum og auknum kröfum viðskiptavina um afhendingaröryggi, spennugæði og uppitíma kerfisins en einnig auknum umsvifum hjá stórum viðskiptavinum sem þurfa mikla orku.

Húshitun með rafmagni

 

Hluti viðskiptavina okkar kyndir húsin sín með rafmagni. Húshitun er umtalsverður hluti orkureikningsins fyrir meðal-heimili og því gott að viðskiptavinir á köldum svæðum séu meðvitaðir um sína orkunotkun. Við bendum á að Orkustofnun annast niðurgreiðslu vegna húshitunar með rafmagni á köldum svæðum en viðskiptavinir þurfa að sækja um hana sjálfir. 

  • Að lækka hitann á ofnunum um 1 gráðu gæti lækkað rafmagnsreikninginn vegna húshitunar.
  • Höldum hitanum inni yfir veturinn og opnum ekki glugga að óþörfu.  
  • Skoðum hvort það borgi sig að setja upp sjálfvirka hitastýringu þar sem hitinn er stilltur eftir tíma dags, hitastigi utandyra og viðveru heimilismeðlima. Til dæmis mætti lækka verulega á ofnum þegar farið er í frí. 
  • Styttum tímann í sturtunni. Það er alltaf gott sparnaðarráð að eyða ekki of miklum tíma í sturtunni, sérstaklega á svæðum þar sem vatn er hitað upp með rafmagni.  
Húshitun mynd


Eldhúsið

  • Hægeldum matinn. Með hægeldun og með notkun á smærri heimilistækjum í stað bakaraofns, til dæmis með air fryer, getur þú haldið kostnaðinum við að elda í lágmarki.  
  • Eldaðu nokkrar máltíðir í einu og settu í frystinn.  
  • Stilltu ísskápinn á 5°C og frystinn á 18°C. Það er óþarfi að nota meiri orku en nauðsynlegt er.  
  • Veldu sparneytin heimilistæki. Næst þegar þú skiptir út heimilistæki skaltu skoða orkunotkun tækisins. Öll heimilistæki ættu að vera merkt út frá orkunýtni þeirra.  

Þvottahúsið

  • Hægt er að lækka rafmagnsreikninginn með því að sleppa þurrkaranum eða nýta hann sjaldnar.  
  • Með því að lækka hitann sem þvegið er á niður í 30°C frekar en 40°C spörum við orku og auk þess fer það betur með þvottinn.  
  • Á flestum þvottavélum er hægt að stytta þvotta, t.d. ef ekki er verið að þvo mikið magn af þvotti í einu. Þetta hjálpar auðvitað líka til við orkusparnar.  
Þvottahús mynd


Almenn orkusparnaðarráð 

  • Slökkvum á rafmagnstækjum í stað þess að hafa kveikt á þeim allan sólarhringinn.  
  • Skiptum yfir í LED lýsingu ef það hefur ekki þegar verið gert. LED perur nota allt að 80% minni orku.  
  • Fylgjumst með orkunotkuninni. Fljótlega munu viðskiptavinir okkar geta séð sína orkunotkun á hverjum klukkutíma á Mínum síðum hjá Rarik en á meðan við bíðum má einnig lesa af orkumælunum reglulega og senda inn álestur til að fylgjast betur með. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik