Við búum við ótrúleg lífsgæði á Íslandi þegar kemur að orku, hvort sem um er að ræða rafmagn eða heitt vatn. Alltaf er þó tilefni til að skoða hvernig við forum með orkuna okkar og hvort við getum leitað leiða til að minnka orkunotkun. Þannig má líka spara umtalsverðar fjárhæðir.
En afhverju er dreifiveita eins og Rarik að gefa viðskiptavinum sínum góð ráð varðandi orkusparnað? Jú þegar viðskiptavinir spara orkuna minnkar álag á kerfin okkar, það þýðir að við getum seinkað fjárfestingum í kerfinu og bestað þær sem heldur kostnaði til viðskiptavina stöðugri og lækkar hann til lengri tíma litið.
Við munum þurfa að fjárfesta verulega í innviðum á komandi árum til að koma til móts við aukna orkunotkun viðskiptavina. Þetta tengist meðal annars orkuskiptunum og auknum kröfum viðskiptavina um afhendingaröryggi, spennugæði og uppitíma kerfisins en einnig auknum umsvifum hjá stórum viðskiptavinum sem þurfa mikla orku.
Húshitun með rafmagni
Hluti viðskiptavina okkar kyndir húsin sín með rafmagni. Húshitun er umtalsverður hluti orkureikningsins fyrir meðal-heimili og því gott að viðskiptavinir á köldum svæðum séu meðvitaðir um sína orkunotkun. Við bendum á að Orkustofnun annast niðurgreiðslu vegna húshitunar með rafmagni á köldum svæðum en viðskiptavinir þurfa að sækja um hana sjálfir.
Eldhúsið
Þvottahúsið
Almenn orkusparnaðarráð
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14