ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Beiðni um sónun á legu jarðstrengja og lagna

Áður en framkvæmdir hefjast: Vinsamlegast sendið okkur beiðni um sónun með tölvupósti á rarik@rarik.is, til að óska eftir aðstoð við að finna legu jarðstrengja og lagna í eigu RARIK. Ekkert gjald er innheimt ef um er að ræða jarðstrengi í okkar eigu. Við gefum okkur allt að þrjá virka daga til að afgreiða beiðnina og því er mikilvægt að senda beiðni um sónun tímanlega.

Athugið:

 

Mikilvægt er að undirbúa vel þau verk sem fela í sér jarðvinnu (gröft eða plægingu) þar sem mögulega eru lagnir í jörðu. Hægt er að nálgast upplýsingar um lagnir og jarðstrengskerfi RARIK á kortasjá fyrirtækisins og kanna hvort lagnir eru nálægt þeim stað þar sem jarðvinna er áformuð. Nákvæmni gagna í kortasjá er þó ekki nægileg til að hægt sé að hefja framkvæmdir á lagnarsvæðum á grundvelli þeirra. Í þéttbýli þarf því alltaf að sækja um sónun áður en framkvæmdir hefjast. Í dreifbýli skal sækja um sónun ef kortasjáin sýnir strengi eða vatnslagnir í grennd við framkvæmdasvæðið. Athugið að láta ekki líða langan tíma frá sónun þar til framkvæmd hefst svo að merkingar hverfi ekki.

 

Þrátt fyrir að búið sé að finna nákvæma legu lagna og jarðstrengja með sónun þarf enn að gæta ýtrustu varúðar ef grafið er í kringum þá og handmokað er frá þeim. RARIK áskilur sér rétt til að hafa spennuvörð á staðnum þegar grafið er og í viðameiri verkefnum áskilur RARIK sér rétt til að krefja umsækjanda um kostnað við spennuvörsluna.

 

Allt tjón á lögnum RARIK er á ábyrgð framkvæmdaraðila og viðkomandi er rukkaður fyrir viðgerðarkostnaði RARIK vegna tjónsins. Tjón á veitulögnum geta valdið viðskiptavinum RARIK miklum óþægindum og umtalsverðum kostnaði. Ef RARIK telur að beint tjón viðskiptavina megi rekja til tjóns á veitulögnum RARIK þá verður framkvæmdaraðili einnig rukkaður fyrir þeim kostnaði.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik