Óveður geisar á landinu og er töluvert um truflanir í dreifikerfi RARIK. Hér eru birtar fréttir af stöðu dreifikerfisins eftir því sem tilefni verða til. Auk þess upplýsum við um stöðu mála á tilkynningasíðu og á kortasjá. Við biðjum fólk sem hefur upplýsingar sem gætu aðstoðað okkur við bilanaleit að hafa samband við stjórnstöð RARIK í síma 528 9000.
Uppfært 7. febrúar.
Aðgerðum RARIK vegna óveðranna sem gengu yfir landið 5. og 6. febrúar er að mestu lokið. Vindálag, selta og eldingar herjuðu á kerfið með þeim afleiðingum að staurar brotnuðu og línur slitnuðu.
Hér er yfirlit yfir stöðu helstu truflana sem urðu á rafmagnsafhendingu í dreifikerfi RARIK:
Óveðrið hafði mest áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið var um truflanir í dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Töluvert var um innhringingar viðskiptavina vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu og einnig urðu minni fokskemmdir á spennistöðvum og slíku.
Alls urðu 1355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins.
Starfsfólk RARIK vill þakka öllum viðskiptavinum sínum sem urðu fyrir áhrifum af rafmagnstruflunum fyrir þolinmæði og skilning meðan þetta ástand varði.
Framkvæmdaflokkar vinna nú að því að ljúka viðgerðum. Vindálag, selta og eldingar hafa valdið tjóni víða í kerfinu; staurar hafa brotnað, línur slitnað og eldingar valdið tjóni.
Staðan truflana í dreifikerfinu kl. 18:
Óveðrið hefur að mestu haft áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið hefur verið um truflanir í dreifikerfi RARIK á Norðurlandi. Töluvert hefur einnig verið um innhringingar viðskiptavina vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu.
Síðan óveðrið hófst hafa einnig orðið truflanir í flutningskerfinu sem höfðu áhrif á dreifikerfi okkar, en þær hafa varað stutt. Nú klukkan 18 í dag voru 394 viðskiptavinir okkar án rafmagns þar af 379 á Mýrunum. Alls urðu 1355 viðskiptavinir RARIK fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins.
Framkvæmdaflokkar okkar á Suður- og Vesturlandi voru kallaðir heim vegna eldingaspár sem tók gildi kl. 12. Gert er ráð fyrir að eldingaveðrið vari í 3 klst. og þegar því líkur mun okkar fólk halda aftur út til að greina og lagfæra bilanir. Í eldingaveðri aukast enn líkur á bilunum í kerfinu og biðjum við viðskiptavini okkar að fara að öllu með gát og taka úr sambandi raftæki til að koma í veg fyrir að truflanir í kerfinu valdi skemmdum á þeim.
Vegna óveðursins hefur orðið töluvert af truflunum í dreifikerfi okkar. Framkvæmdaflokkar okkar voru í viðgerðum í alla nótt og vinna nú í kapp við klukkuna til að ljúka því sem hægt er að ljúka áður en þeir þurfa frá að snúa aftur vegna veðurs. Búið er að gera við þrjár af þeim sex bilunum sem hófust í gærdag og -kvöld.
Í veðurham eins og hefur verið frá því í gær getur margt gerst sem veldur bilunum. Vindálag á dreifikerfið hefur verið gríðarlegt og hefur á einhverjum stöðum brotið staura. Einnig getur mikill vindur valdið samslætti á línum. Mikið eldingaveður hefur einnig valdið tjóni á einhverjum stöðum. Að auki tefur veðurofsinn fyrir viðgerðum þar sem ekki er öruggt að leita að bilunum eða gera við þær.
Tala má um sex megintruflanir sem hófust í gær og eru þær eftirfarandi:
Um kl. 10 í morgun fór svo rafmagn af í Vestur-Landeyjum. Bilanaleit mun fara fram um leið og framkvæmdaflokkur kemst á svæðið.
Klukkan 10:45 þurfti að taka rafmagn af línunni frá Brattsholti að Keldnaholti þar sem þar liggur lína á veginum.
Óveðrið hefur að mestu haft áhrif á Vesturlandi en er nú farið að hafa áhrif á dreifikerfi okkar á Austurlandi og er nú truflun í gangi á Þernunesi.
Töluvert hefur verið um innhringingar viðskiptavina vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu.
Eldingaveður hefur tafið bilanaleit og mun gera það áfram í dag þar sem eldingaveðri er spáð á þeim svæðum þar sem bilanir hafa orðið. Búið er að finna þá hluta dreifikerfisins þar sem bilanirnar eru að mestu og verður farið í viðgerðir þar um leið og veður leyfir.
Síðan óveðrið hófst hafa einnig orðið truflanir í flutningskerfinu sem höfðu áhrif á dreifikerfi okkar, en þær hafa varað stutt.
Við viljum hvetja fólk til að fara varlega í þessum veðurham og láta stjórnstöð RARIK vita í síma 528 9000 ef það sér slitnar línur eða brotna staura. Best er að halda sig í öruggri fjarlægð frá slíkum skemmdum. Einnig viljum við biðja viðskiptavini okkar um að sýna þolinmæði þar sem mikið álag er nú á þjónustuver okkar, stjórnstöð og framkvæmdaflokka.
Allar upplýsingar um bilanir og stöðuna á dreifikerfinu má nálgast á rarik.is/rof.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15