ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Kynntu þér Netmála 1.0 – Sendu inn þína umsögn!

Afrakstur samvinnu dreifiveitna, þ.e. fyrirtækja sem dreifa og afhenda rafmagn, er nýr og sameiginlegur Netmáli 1.0. Netmálinn er unninn á grundvelli raforkulaga og reglugerðar nr. 1040/2005 um framkvæmd þeirra. Hann fjallar um skilmála vegna viðbótarkostnaðar (tengikostnaðar) og á við í þeim tilvikum þar sem dreifiveita þarf að fjárfesta meira en gengur og gerist vegna tiltekins viðskiptavinar. Þetta getur bæði átt við nýjar tengingar og stækkanir á tengingu. Netmáli 1.0 er mikilvægt skref í átt að auknu gagnsæi og samræmingu í mati á tengikostnaði fyrir nýja og stækkandi viðskiptavini. Samorka hefur fyrir hönd dreifiveitnanna óskað eftir umsögnum um Netmála 1.0 og býðst þar kjörið tækifæri til að hafa áhrif á þróun hans.  

Á þessi netmáli við mig?

Þessi netmáli er einungis fyrir þá viðskiptavini sem þurfa tengingar sem krefjast sérstakra fjárfestinga í dreifikerfinu og flokkast því sem jaðartilvik. Til dæmis stórar tengingar sem skila ekki mikilli notkun, eða tengingar staðsettar langt frá dreifikerfinu. RARIK verður áfram með verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns sem gildir almennt um nýjar tengingar við dreifikerfið sem ekki teljast til jaðartilvika.  Einnig á Netmáli 1.0 aðeins við um rafmagnsnotkun, ekki rafmagnsframleiðslu.

 
Hvers vegna þarf að meta jaðartilvik sérstaklega?  
Til þess að velta ekki kostnaði vegna eins tiltekins viðskiptavinar yfir á þá sem fyrir eru. Við þurfum í allri okkar starfsemi að gæta að sanngirni, jafnræði og þess að verðskráin endurspegli kostnað, en almennt byggir hún á meðalkostnaði. Í þeim tilvikum þar sem fyrirséð er að tekjur vegna nýrra eða stórra tenginga duga ekki fyrir fjárfestingunni sem verið er að ráðast í, er mikilvægt að gæta þess að viðkomandi viðskiptavinur greiði þann kostnað. Annars lendir kostnaðurinn á þeim viðskiptavinum sem nú þegar eru viðskiptavinir RARIK. Með því að sá greiði kostnaðinn sem veldur honum í jaðartilvikum má segja að verðskráin endurspegli kostnað með réttum hætti.   

  
Af hverju skiptir þetta máli?  
Í dag meta dreifiveitur kostnað við tengingar eftir mismunandi aðferðum. Með Netmála 1.0 er ætlunin að samræma þessa vinnu þannig að allir viðskiptavinir njóti skýrra og samræmdra leikreglna um kostnað vegna tenginga við dreifikerfi. Þannig skapast fyrirsjáanleiki og jafnræði, óháð því hvar á landinu viðskiptavinurinn er staðsettur. 

 

Hvaða áhrif hafa umsagnirnar?

Umsagnarferlið er mikilvægur þáttur í þróun netmálans, þar sem sjónarmið viðskiptavina eru tekin til greina. Netmála 1.0 má skoða í heild sinni á vef Samorku og stendur umsagnarferlið til 14. mars 2025. Þau sem vilja senda inn athugasemdir eða ábendingar geta gert það með því að senda tölvupóst til Samorku á netfangið katrinh@samorka.is

 

Taktu þátt í mótun netmálans!

Með því að taka þátt í umsagnarferlinu geturðu haft áhrif á hvernig kostnaður vegna nýrra tenginga er metinn í framtíðinni. Þetta er tækifæri fyrir viðskiptavini dreifiveitna að tryggja að ferlið sé sanngjarnt, gagnsætt og henti sem flestum.

 

Við hvetjum öll sem málið varðar til að kynna sér skilmálana á vef Samorku og taka þátt í að móta framtíðarskilyrði dreifiveitna á Íslandi! 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik