ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurgreiðsla Landsnets veldur 2-3% hækkun

Stærstur hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir fyrir afhendinguna í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Þessi gjaldskrá hækkar nú í annað sinn á þessu ári en hækkunin nemur að þessu sinni 9,3%. Að sögn Landsnets er hækkunin núna 1. mars tilkomin vegna endurgreiðslu til raforkuframleiðenda.  

Áhrif hækkunar gjaldskrár Landsnets á viðskiptavini okkar þann 1. mars nk. er 2-3% hækkun eða tæpar 200 kr. á mánuði fyrir meðal heimili án rafbíls.

 

Landsnet hefur tilkynnt að ástæða ofangreindra verðbreytinga sé fyrst og fremst sú að Landsnet þurfi, vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 2/2024, að endurgreiða innmötunargjald til framleiðenda raforku. Um er að ræða gjöld sem Landsnet innheimti af framleiðendum raforku á tímabilinu apríl 2022 til september 2023 og hafa nú verið endurgreidd. Í kjölfarið hækkar verðskrá til viðskiptavina Landsnets, þar með talið dreifiveitna, um samsvarandi upphæð sem innheimt verður á tólf mánaða tímabili. Að sögn Landsnets mun breytingin því að öllu óbreyttu ganga til baka eftir eitt ár, þann 1. mars 2026. Verðskrá okkar mun að sjálfsögðu endurspegla þá lækkun ef af verður.

 

Við viljum hvetja framleiðendur raforku til að lækka eigin verðskrá sem samsvarar endurgreiðslunni frá Landsneti. Þannig munu heildaráhrif þessara tilteknu breytingina jafnast út hjá heimilum og fyrirtækjum.  

Verðskrá fyrir flutning og dreifingu raforku nr. 40

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik