ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Siðareglur RARIK

Útgefið 31.10.2024

Til­gang­ur

Siða­regl­ur þessar eru grunn­við­mið starfs­fólks RARIK fyr­ir góða við­skipta­hætti og sið­ferði.

 

Þær eiga að stuðla að því að starf­sem­in ein­kenn­ist af fag­mennsku og heið­ar­leika og að traust ríki milli fyrirtækisins, við­skipta­vina, starfs­fólks, stjórn­valda, eft­ir­lits­stofn­ana, hlut­hafa og sam­fé­lags­ins alls.

 

Þær eru við­bót við op­in­bert reglu­verk og verklags­regl­ur og til fyllingar á þeim svið­um sem lög og regl­ur ná ekki til.

 

Ábyrgð

Regl­urn­ar ná til stjórnar RARIK, und­ir­nefnda hennar og alls starfs­fólks og aðila, sem tengd­ir eru fyrirtækinu með lög­um, starfs­samn­ingi eða verk­taka­samn­ingi, dótturfélaga sem eru alfarið í eigu RARIK og  annarra sem koma fram fyrir hönd RARIK eða í nafni þess, hér eft­ir nefnt starfs­fólk.

 

Starfsfólk gætir að því, hvert fyrir sig, að farið sé eftir reglunum. Stjórnendur skulu sjá til þess að starfsfólk þekki reglurnar og að þær séu eðlilegur þáttur í starfi fyrirtækisins.

 

Samskipti

Við berum virðingu fyrir samstarfsfólki okkar, viðskiptavinum og öllum þeim sem við höfum samskipti við. Við sýnum umburðarlyndi og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og aðstæðna. 

 

Við líðum ekki undir neinum kringumstæðum einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti eða annars konar ofbeldi.

 

Grunngildi RARIK eru hugrekki, árangur og virðing. Við gætum þess að framkoma okkar og hegðun,  innan vinnustaðar sem utan, sé ávallt í samræmi við áherslur og gildi RARIK.

 

Góðir viðskiptahættir

Við vinnum saman af heiðarleika, metnaði og fagmennsku.

 

Við gætum að jafnræði og þiggjum ekki né veitum gjafir eða hvers kyns hlunnindi sem eru til þess fallin að hafa áhrif á ákvarðanatöku eða dómgreind okkar eða annarra við vinnslu mála.

 

Við gætum ávallt fyllsta öryggis í störfum okkar og fylgjum öryggisreglum í hvívetna.

 

Við berum virðingu fyrir umhverfi og náttúru í öllum okkar störfum. 

 

Við viðurkennum mistök og leitumst við að læra af þeim.

 

Hagsmunir

Við störfum af heilindum og látum persónulega hagsmuni ekki hafa áhrif á störf okkar. Við tökum ekki þátt í meðferð mála er varða hagsmuni okkar sjálfra eða tengdra aðila.

 

Við upplýsum stjórnendur um atriði sem kunna að valda hagsmunaárekstrum. 

 

Brot gegn siðareglum

RARIK lít­ur á all­ar ábend­ing­ar sem tæki­færi til að bæta menningu og þjón­ustu fé­lags­ins og lág­marka skaða.

 

Starfs­fólk er hvatt til að leggja fram kvört­un eða ábend­ingu ef það tel­ur sig vita af eða hef­ur grun um óreiðu eða mis­gjörð­ir í starf­semi fé­lags­ins, eða sið­ferð­is­lega ámæl­is­vert eða ólög­mætt athæfi. Starfs­fólk get­ur sent slík­ar ábendingar und­ir nafni eða nafn­laust eftir atvikum til stjórnenda eða í þann farveg sem skilgreindur hefur verið í gæðahandbók fyrirtækisins. EKKO nefnd fjallar sérstaklega um mál tengd einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og getur starfsfólk beint málum milliliðalaust til nefndarinnar.

 

Frávik frá siðareglum getur leitt til tiltals, áminningar eða brottrekstrar úr starfi í alvarlegri tilfellum.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik