Útgefið 03.12.2024
Almennt
Jafnlaunastjórnunarkerfi nær til alls starfsfólks. Starfsmaður er sá sem hefur gildandi ráðningarsamband við RARIK. Kerfið nær ekki til verktaka.
Framkvæmd
RARIK skal tryggja öllu starfsfólki sínu þau réttindi varðandi launajafnrétti sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Störf skulu taka mið af þeim kröfum sem þau gera og laun skulu ákvörðuð óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við gildandi kjarasamninga og tryggi að sömu laun og sömu kjör séu fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Tryggja skal að starfsfólki sé ekki mismunað á grundvelli mismunandi kjarasamninga. Starfsfólki eru veittir jafnir möguleikar til endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Til þess að fylgja jafnlaunastefnu eftir skuldbindur RARIK sig til að:
Skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi með stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85 auk þess að stuðla að forvörum á kerfinu.
Viðhalda skal vottun í samræmi við gildandi lagareglur á hverjum tíma og bregðast við frábrigðum og athugasemdum þegar þau koma upp.
Tryggja að til séu hlutverkalýsingar fyrir öll störf.
Flokka störf út frá þeim kröfum sem þau gera og framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar.
Kynna fyrir starfsfólki niðurstöður árlegrar launagreiningar sem er til úttektar nema persónuverndarhagsmunir mæli gegn því.
Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega hlítni við lög.
Framkvæma innri úttekt á öllum útgefnum skjölum sem tilheyra jafnlaunastjórnunarkerfi eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
Framkvæma rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
Kynna jafnlaunastefnu árlega fyrir starfsfólki og við nýráðningu starfsfólks og skal hún vera aðgengileg á innri og ytri vef fyrirtækisins.
Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu. Framkvæmdastjóri mannauðs og menningar er fulltrúi framkvæmdastjórnar varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi. Starfsfólk skal beina athugasemdum eða fyrirspurnum í gegnum ábendingakerfi RARIK eða senda tölvupóst á jafnlaunahóp.
Tilvísanir
ÍST 85: 2012 – 4.1 Almennar kröfur
ÍST 85: 2012 – 4.2 Jafnlaunastefna
ÍST 85: 2012 – 4.3.1 Jafnlaunaviðmið
ÍST 85: 2012 – 4.3.2 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur
ÍST 85: 2012 – 4.3.3 Markmið og áætlanir
ÍST 85: 2012 – 4.4.4 Skjalfesting
ÍST 85: 2012 – 4.5.3 Frábrigði, úrbætur og forvarnir
ÍST 85: 2012 – 4.5.5 Innri úttekt
ÍST 85: 2012 – 4.6 Rýni stjórnenda
ST-0663 Skilgreining ábyrgðar vegna jafnlaunastjórnunarkerfis
VR-0196 Úttektir á Handbók RARIK
VR-0520 Rýni jafnlaunastjórnunarkerfis
VR-0506 Vöktun og mæling
VR-0521 Frábrigði, úrbætur og forvarnir
VR-0511 Jafnlaunaviðmið og flokkun starfa
VR-0676 Launasetning og endurskoðun launa
VR-0512 Samskipti og upplýsingamiðlun
VR-0507 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur
Síðustu breytingar og/eða athugasemdir
Útg. 2.0:
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15