RARIK ohf. setur sér áhættustefnu til að tryggja sem best að megin markmiðum fyrirtækisins verði náð og að settum lögum og reglum sé fylgt. RARIK skal uppfylla skilgreind hlutverk fyrirtækisins skv. samþykktum þess og taka meðvitaða ásættanlega áhættu í samræmi við stefnu fyrir mismunandi megin þætti starfseminnar. Stjórnun á áhættum fyrirtækisins er mikilvægur þáttur ákvörðunartöku.
Í áhættustefnu er settur fram áhættuvilji stjórnar RARIK ohf og rammi fyrir áhættustjórnun fyrirtækisins. Í skjalinu eru og skilgreind hlutverk og ábyrgðir við áhættustjórnun.
Markmið
Markmið áhættustefnu er að:
Skilgreina og koma á framfæri áhættuvilja stjórnar fyrir megin þætti starfseminnar.
Stuðla að áhætta sé tekin með í ákvörðunartöku með skilgreindum ramma um stjórnun áhættu.
Stuðla að skipulagðri greiningu og meðferð áhættu.
Skilgreina hlutverk og ábyrgðir vegna áhættustjórnunar.
Upplýsa stjórn og stjórnendur um helstu áhættuþætti sem áhrif hafa á markmið félagsins.
Auka vitund um áhættur og áhættustjórnun.
Áhættuvilji
Áhættuvilji skilgreinir umfang og tegund áhættu sem fyrirtæki er viljugt til þess að sækjast eftir eða viðhalda. Hann skilgreinir jafnvægi áhættutöku fyrir helstu þætti reksturs og hversu mikla áhættu fyrirtækið er reiðubúið að taka til að auka jákvæð áhrif og minnka neikvæð áhrif fyrir viðkomandi þætti í rekstri fyrirtækisins.
Áhættuþol eru þau vikmörk sem sett eru við sett markmið í hverjum mælikvarða.
Tafla 1: Skilgreining á stigum áhættuvilja
Stig áhættuvilja | Skýring |
5. Mikil áhætta |
Vilji til að taka mikla áhættu til að nýta tækifæri og jákvæð áhrif aðgerða. |
4. Aukin áhætta | Vilji til að taka nokkra áhættu, ef meiri líkur en minni eru á jákvæðum áhrifum aðgerða. |
3. Grunnáhætta | Áhætta óbreytt m.v. hefðbundna starfsemi. Áhættuhlutlaus rekstur og hefðbundin meðhöndlun áhættu. |
2. Minnkuð áhætta | Aukin áhersla á að forðast áhættu til að minnka neikvæð áhrif aðgerða. |
1. Lágmarks áhætta | Mikil áhersla í að forðast áhættu til að útiloka neikvæð áhrif aðgerða. |
Almennt telst rekstur RARIK vera fremur áhættufælinn, þ.e. ekki eru margir þættir sem falla undir aukna eða mikla áhættu.
Áhættur
Áhættuvilji er skilgreindur fyrir helstu þætti í starfsemi RARIK.
Reglulega skal meta hvort að áhættur skilgreindra þátta séu innan viðmiða.
|
Áhættuvilji |
|
||||
Áhættusafn |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
Skýring |
Mannauðsmál |
|
|
x |
|
|
Áhersla á hefðbundna meðhöndlun áhættu |
Öryggismál |
x |
|
|
|
|
Mikil áhersla á að forðast áhættu |
Rekstrarleg áhætta |
|
|
x |
|
|
Áhersla á hefðbundna meðhöndlun áhættu |
Vöru og þjónustugæði |
x |
|
|
|
|
Mikil áhersla á að forðast áhættu |
Umhverfismál |
|
x |
|
|
|
Aukin áhersla á að forðast áhættu |
Fjárhagsleg áhætta |
|
|
x |
|
|
Áhersla á hefðbundna meðhöndlun áhættu |
Lagaleg áhætta |
|
|
x |
|
|
Áhersla á hefðbundna meðhöndlun áhættu |
Nýsköpun og þróun |
|
|
|
x |
|
Vilji til að taka nokkra áhættu |
Kerfislega mikilvægir innviðir |
x |
|
|
|
|
Mikil áhersla á að forðast áhættu |
Önnur mikilvæg upplýsingakerfi |
|
x |
|
|
|
Aukin áhersla á að forðast áhættu |
Mannauður og starfsumhverfi
Mannauðsmál
Markmið RARIK er að hafa ætíð á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem býr yfir nauðsynlegri kunnáttu til að tryggja gæði þjónustunnar. Leitast er við að hæfileikar starfsmanna fái notið sín í starfi og jafnréttis sé gætt í hvívetna.
Mikilvægt er að þekking viðhaldist innan fyrirtækisins við eðlilega starfsmannaveltu og unnið er markvisst að starfsmannaþróun og endurmenntun þannig að góð dreifing verði á reynslu og nýrri þekkingu starfsmanna.
Mælikvarði:
Valdir starfsmannavísar - Ánægjuvog starfsmanna, jafnlaunavottun og starfsmannavelta.
Öryggismál
RARIK hefur sett sér stefnu í öryggismálum, sem miðar að því að tryggja öryggi starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Lögð er áhersla á eflingu öryggismenningar og stöðugar umbætur í öryggismálum.
Mælikvarði:
Valdir öryggisvísar - Slysagreining og alvarlegar athugasemdir í ytri úttektum.
Starfsemi og rekstur veitukerfa
Rekstrarleg áhætta
Rekstrarleg áhætta
RARIK leitast við að lágmarka áhættur við rekstur og uppbyggingu dreifikerfa. Beitt er viðurkenndum aðferðum við uppbyggingu og rekstur kerfanna, fylgst með tíðni truflana og lögð áhersla á fyrirbyggjandi viðhald. Afgangsáhættu er m.a. mætt með viðlagatryggingu.
Mælikvarði:
Valdir vísar um afhendingaröryggi - Fyrirvaralausar truflanir, skerðing til notenda og tilkynningaskyldar truflanir.
Vöru- og þjónustugæði
RARIK hefur það að markmiði að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir og markvisst er unnið að umbótum hennar að teknu tilliti til fenginnar reynslu, tækniþróunar, rannsókna, þarfa viðskiptavinarins og væntinga þjóðfélagsins.
Mælikvarði:
Valdir þjónustuvísar - Fjöldi og afgreiðsluhraði frávika í raforku og varmaorku.
Umhverfismál
Verndun umhverfisins skal ávallt höfð í fyrirrúmi við hönnun og mat á framkvæmdum og þjónustu á vegum fyrirtækisins. Hönnun og framkvæmd skulu miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess.
Mælikvarði:
Valdir umhverfisvísar - Ábendingar, umhverfistjón og mengunaróhöpp.
Fjármál og rekstrarumhverfi
Fjárhagsleg áhætta
Lánsáhætta er minnkuð með dreifingu viðskiptakrafna og vel skilgreindum ferlum til að fylgjast með stöðu krafna. Markmið fyrirtækisins er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi alltaf nægilegt laust fé til að mæta skuldbindingum sínum. Gjaldskrá er ákvörðuð af stjórn með það að markmiði að tryggja sterka fjárhagsstöðu og viðunandi arðsemi rekstrar.
Mælikvarði:
Fjárhagslegir mælikvarðar - Eiginfjárhlutfall, vaxtaþekja og EBITDA.
Lagaleg áhætta
RARIK vaktar lagaumhverfið sem fyrirtækið starfar innan.
Mælikvarði:
Hlíting laga - Dómstólar og úrskurðarnefndir raforkumála og útboðsmála.
Nýsköpun og þróun
RARIK vill mæta nýjum tímum með árvekni þannig að viðskiptavinir hljóti hverju sinni þá þjónustu sem þeim er mestur akkur í með framsæknum en öruggum lausnum um leið og stuðlað er að eflingu atvinnulífs, nýsköpun og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa á veitusvæði fyrirtækisins.
Mælikvarði:
Rekstrar og fjárhagslegur árangur - Kjarnastarfsemi og verkefni utan hennar.
Upplýsingaöryggi
Upplýsingaöryggi
RARIK hefur tekið í notkun stjórnkerfi upplýsingaöryggis, sem byggt er á ISO 27001 staðlinum. Helstu markmið kerfisins eru að tryggja örugga afhendingu á orku til viðskiptavina og tryggja eftir því sem mögulegt er að upplýsingar séu réttar, tiltækar og að trúnaðar sé gætt.
Mælikvarði:
Valdir upplýsingaöryggisvísar - Tiltækileiki, upplýsingaleki og árásarvarnir.
Ábyrgðir og hlutverk
Helstu ábyrgðir og hlutverk vegna stefnu og framkvæmd áhættustjórnunar eru eftirfarandi:
Stjórn
Forstjóri
Stjórn felur forstjóra daglega stjórnun áhættu hjá fyrirtækinu. Forstjóri ber ábyrgð á að greina, mæla og hafa eftirlit með áhættum sem starfseminni fylgja.
Forstjóri framselur framkvæmd áhættustjórnunar til stjórnenda í samræmi við skilgreiningar í handbók fyrirtækisins.
Forstjóri gerir árlega tillögu til endurskoðunarnefndar um endurskoðun áhættustefnu RARIK.
Endurskoðunarnefnd
Upplýsingagjöf
Stjórn fær eigi sjaldnar en árlega skýrslu um stöðu áhættumála þar sem m.a. kemur fram:
Gögn
Áhættustefna RARIK ohf. skal vera aðgengileg á vef fyrirtækisins. Áhættustefnuna skal kynna fyrir starfsmönnum og helstu hagsmunaaðilum. Áhættustefnuna skal endurskoða á hverju ári, og oftar ef aðstæður krefjast. Áhættuvilji RARIK ohf. kemur fram í skilgreindri áhættustefnu.
Handbók
Handbók fyrirtækisins lýsir framkvæmd áhættustjórnunar hjá RARIK ohf.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15