Um endurskoðunarnefndir gilda IX. Kafli A. laga nr. 3/2006 um ársreikninga, sbr. lög nr. 80/2008. Starfsreglur þessar um endurskoðunarnefnd RARIK ohf. (RARIK) eru settar af stjórn RARIK til frekari fyllingar lögunum.
A. Markmið og stefna
Endurskoðunarnefnd er skipuð af stjórn félagsins til að sinna tilteknum verkefnum á ábyrgðarsviði stjórnarinnar. Endurskoðunarnefndin á að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila til að auka traust og öryggi á fjárhagslegum upplýsingum.
Aðal hlutverk endurskoðunarnefndar er:
Til þess að sinna þessu hlutverki á endurskoðunarnefnd að koma á fót beinum samskiptum við stjórna félagsins, yfirstjórn og þeirra sem sinna innri og ytri endurskoðun.
Ábyrgð stjórnar og stjórnenda félagsins á rekstri og fjárfestingu er óbreytt og samkvæmt lögum .
B. Heimildir endurskoðunarnefndar
Innan ábyrgðarsviðs endurskoðunarnefndar er endurskoðunarnefnd veittar heimildir til eftirfarandi.
B.1.
Afla nauðsynlegrar faglegrar og óháðrar ráðgjafar, sem endurskoðunarnefndin telur nauðsynlega til að sinna sínu hlutverk. Kostnaður vegna ráðgjafa skal samþykktur af stjórn félagsins.
B.2.
Boðar viðkomandi starfsfólk til þátttöku á fundum og til að veita þær upplýsingar sem óskað er eftir af nefndinni.
B.3.
Fá ótakmarkaðan aðgang að upplýsingum sem endurskoðunarnefndin telur nauðsynlegar til að sinna hlutverki sínu.
B.4.
Hafa eftirlit með allri vinnu ytri endurskoðanda, þar með talin verkefni sem ekki falla undir endurskoðun.
B.5.
Annað sem nauðsynlegt telst til að nefndin sinni verkefnum sínum.
C. Skipulag
C.1.
Stjórn félagsins skipar nefndarmenn og formann endurskoðunarnefndar . Nefndarmenn skulu skipaðir eigi síðar en mánuði eftir að ný stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi. Skipunartími nefndarinnar er sá sami og stjórnarinnar. Stjórn getur þó breytt skipunartíma nefndarinnar.
C.2.
Endurskoðunarnefndin skal skipuð þremur mönnun hið minnsta, þar af skal meirihluti nefndarmanna vera óháður félaginu og starfsfólki félagsins. Forstjóri, staðgengill forstjóra og framkvæmdastjórar í samastæðu RARIK skulu ekki eiga sæti í nefndinni.
C.3.
Sérhver nefndarmaður skal hafa þekkingu á fjármálum og að minnsta kosti einn nefndarmanna skal hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði endurskoðunar eða reikningsskila.
D. Fundarstörf
D.1.
Aðeins nefndarmenn endurskoðunarnefndar eiga kröfu á að vera viðstaddir á fundum nefndarinnar. Bjóða má öðrum einstaklingum utan nefndar á fundi t.d. ytri og innri endurskoðendum og framkvæmdastjóra félagsins.
D.2.
Endurskoðunarnefndin skal halda fundir eftir þörfum. Halda skal minnst tvo fundi í tengslum við gerð ársreiknings félagsins. Einnig skal nefndin halda a.m.k. einn fund hverju sinni ef gerð eru ársfjórðungs- eða hálfsársreikningsskil.
D.3.
Færa skal fundargerð af öllum fundum. Skal hún lögð fram til samþykktar á næsta fundi nefndarinnar. Fundargerðir nefndarinnar skal send til stjórnar eftir samþykki og undirritun.
D.4.
Árlega skal endurskoðunarnefndin eiga fund með stjórn félagsins þar sem nefndin leggur fram skýrslu um störf liðins árs. Ennfremur ef aðilar óska eftir að haldinn sé fundur um sérstök mál er varðar viðfangsefni nefndarinnar.
E. Hlutverk og ábyrgð
Eitt af hlutverkum endurskoðunarnefndar er að koma á beinum samskiptum við stjórnendur félagsins og endurskoðanda. Samskiptin eiga að skapa grunn að reglulegu mati endurskoðunarnefndarinnar á innri vinnuferlum félagsins.
Stjórnendur félags
E.1.
Endurskoðunarnefndin skal meta störf stjórnenda við innleiðingu á virku og fullnægjandi eftirlitsumhverfi.
E.2.
Endurskoðunarnefndin skal kynna sér viðhorf stjórnenda til eftirlits með tölvukerfum, þar með talið að leggja mat á umfang almenns tölvueftirlits.
E.3.
Endurskoðunarnefndin skal afla sér upplýsingar á innleiðingu og tillögum stjórnenda til úrbóta frá innri og ytri endurskoðanda.
E.4.
Endurskoðunarnefndin skal yfirfara stefnu félagsins gagnvart áhættustýringu og koma fram með athugasemdir til stjórnar ef þörf er á.
E.5.
Endurskoðunarnefndin skal yfirfara regluleg mánaðaruppgjör og tengdar skýrslur stjórnenda til stjórnar, ásamt því að gera athugasemdir við álitaefni um gerð reikningsskila.
Innri endurskoðun
E.6
Endurskoðunarnefndin skal setja fram tillögu um fyrirkomulag á innri endurskoðun félagsins til stjórnar og þóknun fyrir hana.
E.7.
Endurskoðunarnefnd skal yfirfara starfsferla innri endurskoðunar, ásamt því að meta fagleg úrræði hennar.
E.8. Halda skal fundi eftir þörfum með ábyrgum yfirmanni innri endurskoðunar, þar sem ræða má málefni sem þarfnast trúnaðar.
Ytri endurskoðandi
Nefndin skal:
E.9.
Veita Ríkisendurskoðun umsögn um tillögu stofnunarinnar um val á endurskoðanda félagsins.
E.10.
Yfirfara endurskoðunaráætlun og meta umfang hennar með hliðsjón af aðstæðum félagsins.
E.11.
Taka afstöðu til athugasemda ytri endurskoðanda og gera tillögur til úrbóta, þar með talið val og breytingu stjórnenda á reikningsskilaaðferðum.
E.12.
Yfirfara bréf endurskoðenda til stjórnenda og innfærslu í endurskoðunarbók o.fl., áður en þau eru lögð fyrir stjórn félagsins.
E.13.
Yfirfara og leggja mat á þóknun fyrir endurskoðunina og önnur störf endurskoðanda sem fela ekki í sér endurskoðun.
Annað
E.15.
Hafa eftirlit með því að RARIK, eftir því sem starfsemi fyrirtækisins gefur tilefni til, hafi fullnægjandi skaða- og ábyrgðartryggingar.
F. Mat
F.1.
Endurskoðunarnefndin skal sjálf einu sinni á ári meta störf einstakra nefndarmanna og nefndarinnar í heild.
F.2.
Endurskoðunarnefndin skal árlega meta starfshætti nefndarinnar, með það fyrir augum að meta þörf fyrir breytingar á þeim.
F.3.
Stjórn félagsins skal á hverju ári yfirfara og samþykkja starfsáætlun nefndarinnar.
G. Hæfi nefndarmanna, trúnaðar-og þagnarskylda og önnur atriði
G.1.
Nefndarmenn eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu um öll störf sín á vegum nefndarinnar. Öll gögn sem aflað er vegna vinnu nefndarinnar skulu nefndarmenn fara með sem trúnaðaargögn.
G.2.
Nefndarmönnum er óheimilt að fjalla um mál þar sem þeir eru vanhæfir vegna tengsla við mál eða aðila. Um sérstakt hæfi nefndarmanna skal fara að lögum um sérstakt hæfi héraðsdómara.
G.3.
Nefndarmaður skal almennt sjálfur meta hæfi sitt og upplýsa aðra nefndarmenn um það. Ef vafi leikur á hæfi skulu aðrir nefndarmenn taka endanlega afstöðu til hæfis.
G.4.
Nefndarmanni er hvenær sem er heimilt að segja starfi sínu lausu sem nefndarmaður.
G.5.
Stjórn félagsins ákveður þóknun til nefndarmanna.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15