Fyrir aðalfund RARIK ohf. skal leggja til samþykktar, tillögur að starfskjarastefnu félagsins. Tillögurnar varða laun og aðrar greiðslur til forstjóra og annarra æðstu stjórnenda félagsins, svo og stjórnarmanna þess. Í starfskjarastefnunni skulu koma fram grundvallaratriði varðandi starfkjör stjórnenda og stjórnarmanna og stefnu félagsins varðandi samninga við stjórnendur og stjórnarmenn. Jafnframt skal koma þar fram hvort og þá við hvaða aðstæður og innan hvaða ramma heimilt sé að greiða eða umbuna stjórnendum og stjórnarmönnum til viðbótar grunnlaunum m.a. í formi:
Starfskjarastefnan er bindandi fyrir stjórn félagsins að því er varðar greiðslur skv. 3. tölulið. Að öðru leyti er starfskjarastefnan leiðbeinandi fyrir stjórnina nema ákveðið hafi verið í samþykktum félagsins að hún skuli vera bindandi. Stjórnin skal birta starfskjarastefnuna í tengslum við aðalfund félagsins. Stjórnin skal jafnframt upplýsa viðsemjendur sína um það hvað felst í starfskjarastefnunni, þar á meðal að hvaða leyti hún sé bindandi.
Starfskjarastefnan skal samþykkt á aðalfundi félagsins, með eða án breytinga. Þar skal stjórn félagsins jafnframt gera grein fyrir kjörum stjórnenda og stjórnarmanna félagsins og áætluðum kostnaði vegna kaupréttaráætlana og skýra frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu.
Ef stjórn félagsins víkur frá starfskjarastefnunni skal það rökstutt í hverju tilviki fyrir sig í gerðabók félagsstjórnar.
Stjórn félagsins hefur samþykkt á fundi sínum að ekki komi til greiðslna eða umbuna til stjórnenda og stjórnarmanna til viðbótar launum með þeim hætti sem að ofan greinir.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15