ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Breytingar á verðskrám 1. janúar 2025

Eftirfarandi breytingar á verðskrám okkar taka gildi frá og með 1. janúar 2025 fyrir dreifingu og flutning raforku, sem og sölu á heitu vatni.

Dreifing og flutningur raforku

 

Landsnet hefur ákveðið að hækka verð á flutningi raforku til dreifiveitna um 15% frá og með 1. janúar 2025. Þetta leiðir til hækkunar á gjaldaliðum Landsnets í verðskrá RARIK fyrir dreifingu og flutning raforku. Áætluð áhrif á meðalreikning frá RARIK (flutningur og dreifing) fyrir heimili í þéttbýli er um 3,9%.  Fyrir heimili í dreifbýli eru áhrif hækkunar áætluð um 2,9%. Þessi breyting er afleidd hækkun vegna gjaldskrár Landsnets og hefur ekki áhrif á framlegð RARIK.

 

Sala á heitu vatni

 

RARIK mun einnig hækka verðskrár fyrir sölu á heitu vatni um 2,2%, að undanskildu orkugjaldi fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði. Þessi hækkun miðast við vísitöluhækkun frá mars til október 2024. Þjónustugjöld haldast óbreytt.

 

Sérstakar breytingar á Seyðisfirði

Á Seyðisfirði hækkar fastagjald og rúmmetragjald um 2,2%, en orkugjaldið hækkar um 29,5%. Að teknu tilliti til aukinna niðurgreiðslna, sem hækkuðu 1. október, jafngildir þetta 9,8% hækkun á hitakostnaði heimila í bæjarfélaginu.

 

Ástæða hækkunarinnar er aukinn kostnaður vegna samnings um forgangsorku sem kemur í stað eldri samnings um skerðanlega orku. Vegna mikils kostnaðar við olíukaup vegna skerðinga á raforku undanfarið ár og umtalsverðra neikvæðra áhrifa á loftgæði á Seyðisfirði, kolefnisspor og þar með loftslagsmarkmið, samdi RARIK um kaup á forgangsorku til veitunnar frá 2025. Samningur um forgangsorku er til fjögurra ára og er á hagstæðu verði samanborið við raforkumarkaðinn og væntingar um þróun hans. Forgangsorkan hækkar engu að síður orkukostnað veitunnar verulega frá fyrri samningi um skerðanlega orku.

 

Verðskrá vegna hitaveitunnar á Seyðisfirði

RARIK hefur nú sett hitaveituna á Seyðisfirði inn í sérstaka verðskrá. Þetta tengist áformum um yfirtöku HEF veitna ehf. á hitaveitunni. HEF veitur ehf. er einkahlutafélag í eigu Fljótsdalshéraðs og starfar sem sjálfstætt fyrirtæki samkvæmt reglugerð. Eins og áður hefur komið fram hefur RARIK haft hug á að hætta rekstri fjarvarmaveitunnar um nokkurt skeið vegna erfiðs reksturs hennar. Unnið er að því að HEF veitur taki veituna yfir nú í byrjun árs 2025. Markmið HEF er að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og þjónustu veitunnar á svæðinu.

 

Áhrif breytinganna

Vegna mismunandi orkunotkunar viðskiptavina RARIK geta áhrif verðskrárbreytinga verið mismunandi. Heildaráhrif á reikning heimila geta orðið minni þar sem hækkunin á eingöngu við um flutning og dreifingu en reikningur RARIK nær ekki til orkukaupa.

 

RARIK mun halda áfram að upplýsa viðskiptavini um allar breytingar sem verða á verðskrám og ástæður þeirra. Við höfum það að leiðarljósi að halda kostnaði í lágmarki fyrir viðskiptavini okkar og fullnýta ekki tekjumörk dreifiveitunnar eins og hægt er. Að sama skapi er mikilvægt að halda í við vísitöluhækkanir og skapa tekjur til að geta viðhaldið og byggt upp betra og öruggara kerfi í samræmi við aukna aflþörf og þróun samfélagsins. Við tökum hlutverk okkar í þriðju orkuskiptunum alvarlega og þróun dreifikerfisins er mikilvæg grunnstoð fyrir framtíðina.

Verðskrár sem taka gildi 1. janúar 2025

Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku
Verðskrá fyrir sölu á heitu vatni - Höfn, Siglufjörður, Dalabyggð og Blönduós
Verðskrá fyrir sölu á heitu vatni - Seyðisfjörður

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik