ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Styrktarstefna RARIK

RARIK leggur áherslu á ábyrga og heiðarlega viðskiptahætti sem taka mið af því umhverfi, efnahagslífi og samfélagi sem við störfum í. Fyrirtækið vill láta gott af sér leiða og tekur þátt í samfélaginu, m.a. með styrkveitingum þar sem megináhersla er á nærsamfélag fyrirtækisins. Styrktarstefna RARIK endurspeglar áherslu fyrirtækisins á samfélagslega ábyrgð og tekur mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með sérstaka áherslu á menningu- og listir, íþrótta- og æskulýðsstarf, nýsköpun og góðgerðarmál.

Markmiðið er styðja við starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að auknum lífsgæðum og bættri heilsu og hreysti barna og ungmenna.

 

Við styrkjum ekki verkefni á grundvelli persónulegra hagsmuna eða viðskiptatengsla og styrkjum ekki rekstur fyrirtækja, trúfélaga, stjórnmálaflokka eða ferðalög einstaklinga.

 

RARIK hefur um árabil verið stoltur styrktaraðili ýmissa verkefna og styrkjanefnd félagsins fer yfir allar umsóknir sem berast. Til að stuðla að því að umsóknir hljóti sanngjarna og sambærilega afgreiðslu, fer styrkjanefndin aðeins yfir þær umsóknir sem berast á eyðublaði sem nálgast má á vef fyrirtækisins. Erindi sem berast fyrirtækinu með öðrum hætti hvort sem það er með tölvupósti, símtölum, bréfpósti eða munnlega verða ekki tekin til umfjöllunar.

 

Styrkjanefnd RARIK hittist einu sinni í mánuði og fer yfir umsóknir. Við höfum skýra stefnu í styrktarmálum en tökum öllum umsóknum með opnum huga. Við hvetjum umsækjendur til þess að sækja um styrki með góðum fyrirvara. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Við val á styrkþegum og samstarfsaðilum er horft til markmiða styrkþega og hve líkleg styrkupphæðin er til að hafa raunveruleg áhrif að teknu tilliti til heimsmarkmiða RARIK.

 

Upphæðir styrkja ráðast af áherslum, verkefnum og fjölda umsókna hverju sinni og er gagnsæi haft að leiðarljósi við meðferð umsókna. Auglýsingafyrirspurnum ber að beina til samskiptastjóra.

  • RARIK skilgreinir styrki þannig að þeir séu veittir sem liður í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins og án markmiða um auglýsingu eða aðra kynningu fyrir RARIK.
  • RARIK skilgreinir auglýsingar sem hverskonar kynningu á RARIK sem er merkt merki fyrirtækisins og hefur markmið um aukinn sýnileika. Ákvarðanir á grundvelli styrkjastefnu lúta eingöngu að styrkja skilgreiningunni.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar