Í gær, 26. júní, hófst borun á fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki sem farið er í til að finna meira heitt vatn fyrir veituna, en afkastageta núverandi svæðis er að verða fullnýtt. Holurnar eru staðsettar að tillögu ÍSOR austan og vestan við núverandi vinnslusvæði í þeim tilgangi að leggja mat á stærð svæðisins, rannsaka hvort mögulega megi finna meira heitt vatn utan við núverandi vinnslusvæði og til að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholu, sem gert er ráð fyrir að boruð verði í framhaldinu.
Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk. Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem að nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.
Ætlunin er að bora fjórar rannsóknarholur allt að 500 m djúpar og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verður ný vinnsluhola staðsett.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15