ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK tekur yfir tjónaúrvinnslu vegna rafmagnstruflana 2. október

RARIK hefur ákveðið að taka yfir öll samskipti og umsýslu vegna tjónatilkynninga í kjölfar truflana í kerfi Landsnets 2. október sl., í samvinnu við tryggingarfélag sitt, TM. Við hörmum að einhverjum viðskiptavinum sem tilkynntu tjón hafi borist tölvupóstur frá Sjóvá (tryggingarfélagi Landsnets) þar sem fram kom að álitamál væri hvort tjón af völdum rafmagnstruflana væri bótaskylt. Orðalag póstsins var villandi og ekki til þess fallið að vekja traust hjá viðskiptavinum okkar. 

Mögulega gætu einhverjir viðskiptavinir þurft að miðla upplýsingum um tjón í tvígang af þessum sökum, á því biðjumst við velvirðingar en forgangsverkefni okkar er að greiða úr tjónamálunum fyrir viðskiptavini.

 

Til að koma í veg fyrir frekari misskilning og óhagræði munu RARIK og TM, héðan í frá, annast yfirferð tjónatilkynninga, samskipti við viðskiptavini og útgreiðslu bóta. TM býr yfir sérfræðiþekkingu við afgreiðslu bótamála og því telur RARIK mikilvægt að njóta liðsinnis félagsins við afgreiðslu einstakra mála og samskipti við viðskiptavini til að flýta fyrir úrlausn.

Hvað þurfa viðskiptavinir að gera?

TM mun hafa samband við viðskiptavini sem hafa tilkynnt tjón innan skamms vegna afgreiðslu málsins og óska eftir frekari upplýsingum um tjónið ef þörf er á.

 

RARIK og TM munu kappkosta að koma í veg fyrir frekari tafir á afgreiðslu mála. Breytingarnar eru gerðar með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi og vilja RARIK og TM gera sitt besta til að tryggja farsæla lausn á öllum málum.

Hvernig verður tjónið metið?

  • Ónýt tæki
    RARIK mun greiða viðskiptavinum sínum bætur fyrir ónýt tæki í samræmi við verð á nýju tæki í sambærilegum gæðaflokki. Tekið skal fram að ekki er skylt að nýta bótafé til að kaupa ný tæki.

  • Biluð tæki en ekki ónýt
    RARIK mun greiða bætur vegna tækja sem hafa bilað í kjölfar truflunarinnar en hægt er að gera við, þ.e.a.s. vegna varahluta og vinnu við viðgerðir. Bilanir á tækjum skal tilkynna eins og hvert annað tjón. Viðskiptavinir eru beðnir um að senda allar kvittanir vegna viðgerða og varahluta á rarik@tm.is svo hægt sé að taka þær inn í úrvinnslu tilkynninga.

  • Tímamörk tilkynninga
    Alvarlegar rafmagnstruflanir geta haft þau áhrif að raftæki geta orðið viðkvæm og þau bilað einhverjum vikum eða mánuðum síðar. Hægt er að bæta við tjónstilkynningar til TM eftir á, jafnvel eftir að bætur hafa verið greiddar.  RARIK hefur ákveðið að miða tímamörkin við 3 mánuði, eða 3. janúar 2025, vegna tækja sem bila eftir atburðinn. Verði tjón tilkynnt eftir þann tíma verður slíkt metið sérstaklega.

  • Afleitt tjón
    Afleitt tjón er t.d. tími fólks, óþægindi, ferðir milli staða og þess háttar. RARIK bætir ekki afleitt tjón en mun greiða sendingarkostnað vegna nýrra tækja/varahluta eða tækja sem þarf að senda í viðgerð.

  • Gagnaöflun
    Viðskiptavinir eru beðnir um að taka myndir af ónýtum tækjum og öðru tjóni. Ónýt tæki verða sótt heim til viðskiptavina og mun TM annast milligöngu um það.

  • Útskipting skemmdra sölumæla
    Öllum mælum sem skemmdust í trufluninni 2. október þarf að skipta út fyrr en síðar og biðjum við viðskiptavini að taka vel á móti verktökum og starfsfólki á okkar vegum sem hafa samband til að skipta mælunum út. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar