ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Verðskrá fyrir innmötun raforku

Útgáfa nr. 43 - Gildir frá 1. apríl 2022

A) Greiðslur virkjunaraðila:

Innmötunargjöld eiga við allar vinnslueiningar yfir 16 A stærð sem framleiða orku inn á dreifikerfi RARIK. Árlegt fastagjald og aflgjald miðast við umsamið afl í samningi um samrekstur og tengingu milli framleiðanda og RARIK fyrir hverja virkjun. 

 

Fastagjald

Gerð rafalaÁn VSKMeð VSK
   
Ósamfasa rafali:  
Undir 35 kW90.000 kr.111.600 kr.
35-59 kW120.000 kr.148.800 kr.
60-99 kW170.000 kr.210.800 kr.
   
Samfasa rafali250.000 kr.310.000 kr.
   
Aflgjald  

Árlegt aflgjald711.672 kr./MW882.473 kr./MW

 

B) Skýringar:

Eyjakeyrslukrafa

Fastagjöld vegna samfasa rafala 1000 kW og stærri miðast við að virkjun sé búin búnaði til skipulagðs eyjarekstrar. Verði misbrestur á því hækkar fastagjald og aflgjald um 60%.

 

Útgáfa reikninga

RARIK skal gefa út mánaðarlega reikninga vegna 1/12 hluta greiðslu virkjunaraðila fyrir fastagjald.

Virkjunaraðili skal gefa út mánaðarlega reikninga vegna greiðslna RARIK skv. B-hluta verðskrár miðað við orku skv. mæli  og 1/12 hluta áætlaðrar greiðslu vegna afls. Lokauppgjör fer fram með desember reikningi.

Gjalddagi mánaðarlegra reikninga er síðasti virki dagur næsta mánaðar.

 

Tengigjald

Við tengingu greiðir virkjun tengigjald með eingreiðslu skv. tilboði RARIK í samræmi við ákvæði raforkulaga.

 

Afsláttur af dreifigjöldum til eigenda smávirkjana undir 100 kW

Notendur sem uppfylla ákvæði 17.gr.a. í raforkulögum um afslátt til eigenda virkjana undir 100 kW er veittur 50% afsláttur af orkugjaldi og aflgjaldi frá verðskrá um dreifingu og flutning vegna mældrar notkunar sem fer um dreifikerfið. Ekki er veittur afsláttur af fastagjaldi og fasviksgjaldi. Afsláttur nær aðeins til þeirrar notkunar sem samsvarar vinnslu virkjunar á hverjum tíma.

 

Greiðslur  RARIK til virkjunaraðila vegna minni úttektar frá Landsneti

Virkjun undir 300 kW stærð nýtur að fullu endurgreiðslu á þeim ávinningi sem felst í því að dreifiveita þarf ekki að greiða úttektargjald til flutningskerfisins vegna virkjana undir 300 kW, sbr. ákvæði raforkulaga 4.mgr. 17.gr.a. Fyrir virkjun yfir 300 kW minnka upphæðir þessara liða hlutfallslega og falla alveg niður við 3.100 kW. Upphæðir skulu reiknaðar skv. aflgjaldi, orkugjaldi og gjaldi fyrir flutningstöp í flutningsgjaldskrá Landsnets eins og hún er á hverjum tíma. Endurgreiðsla aflþáttar til ósamfasa virkjana undir 100 kW er í formi lægra fastagjalds, en ekki sérútreikningi. Aflþáttur miðast við mældan 60 mínútna meðaltopp og mismun á meðaltali fjögurra hæstu mánaðatoppa með og án virkjunar. Komi til innmötunar orku inn á meginflutningskerfið í afhendingarstað Landsnets skerðist greiðsla fyrir orkuþátt og tapaþátt sem því nemur.

 

Vinnslueiningar allt að 16 A stærð

Vinnslueining allt 16 A stærð telst örvirkjun sem ekki er heimilt að tengja kerfi RARIK sem vinnslueining í skilningi raforkulaga sem hafi heimild til raforkuviðskipta. Örvirkjanir greiða fyrir tengingu skv. tengigjaldskrá RARIK og dreifingu skv. dreifiverðskrá RARIK.

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik