Á föstudaginn bauð RARIK til opins húss að Larsenstræti á Selfossi þar sem búið er að sameina starfsemi RARIK sem áður var á þremur stöðum undir einu þaki.
Rúmlega 200 manns heimsóttu okkur á opna húsinu og kynntu sér sérhæfðan tækjakost eins og Iveco tækjabíl, ID Buzz rafbíla og þær áskoranir sem RARIK tekst á við í orkuskiptum, mælaþjónustu og heimlagnaþjónustu. Daníel Leó Ólason, deildarstjóri rekstrarsviðs á Suðurlandi, segir að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel þar sem fjöldi fólks fékk áhugaverða innsýn í starfsemina sem snertir svo marga hagaðila á svæðinu.
Hér má sjá myndband frá opna húsinu og nokkrar valdar myndir.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15