ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Ný stjórnstöð rekstrarsviðs RARIK

Í dag tekur til starfa ný eining á rekstrarsviði RARIK sem mun gegna hlutverki stjórnstöðvar. Hún mun vakta dreifikerfi RARIK, útfæra og stjórna vinnu þegar þarf að rjúfa rafmagn í kerfinu vegna skipulagðs viðhalds og bregðast við fyrirvaralausum truflunum sem kunna að verða.

Stjórnstöðin er miðlæg eining sem tekur við af fjórum svæðisvöktum sem hafa sinnt þessu verkefni hingað til með miklum ágætum ásamt öðrum störfum. Þó að stjórnstöðin sé miðlæg, eru störf í henni skilgreind sem störf án staðsetningar og starfsfólki hennar verður því dreift um veitusvæði RARIK.

 

Fyrsta svæðisvaktin sem stjórnstöð RARIK mun leysa af hólmi er svæðisvaktin á Vesturlandi en síðan koma svæðin inn hvert af öðru þegar líða fer á árið. Með stjórnstöðinni verður hægt að vakta dreifikerfið enn betur í stað þess að vera fyrst og fremst að bregðast við atburðum í rekstrinum. Með þessari breytingu er verið að styrkja verkferla, samræma vinnubrögð og bæta innra starf.

 

Viðskiptavinir sem þurfa að leita til okkar vegna bilana eiga sem fyrr að hringja í bilanasíma RARIK 528 9000.

Starfsmenn nýrrar stjórnstöðvar taka við kefli svæðisvaktar á Vesturlandi
Gísli Þór Ólafsson deildarstjóri (fyrir miðju) og aðrir þrír af sjö starfsmönnum nýrrar stjórnstöðvar, taka við keflinu af Birni Sverrissyni deildarstjóra (annar frá hægri) en hann hefur verið yfir svæðisvaktinni á Vesturlandi til fjölda ára. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik