ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Nýr samningur við ON tryggir okkur raforku vegna dreifitapa

RARIK og Orka náttúrunnar hafa skrifað undir samning um kaup RARIK á raforku vegna dreifitapa sem tryggir okkur raforku til allt að fjögurra ára.

Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri RARIK og Árni Hrannar Haraldsson, forstjóri ON
Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri RARIK og Árni Hrannar Haraldsson, forstjóri ON

Í dreifikerfinu tapast alltaf einhver hluti rafmagnsins á leiðinni til viðskiptavina en það er raforka sem RARIK ber kostnað af og þarf að tryggja að sé til staðar. Töpin verða t.d. vegna hitamyndunar í strengjum dreifikerfisins vegna viðnáms þeirra en hér er um þekkt eðlisfræðilögmál að ræða. Kaup á dreifitöpum eru því órjúfanlegur hluti af starfsemi dreifiveitu eins og RARIK.

 

90 GWst á ári

Fyrir stór raforkudreifikerfi eins og það sem RARIK rekur er þetta töluvert mikil orka, eða um 90 GWst á ári. RARIK ber samkvæmt lögum að bjóða út kaup á dreifitöpum og var það gert núna í haust, en eldri samningur RARIK við Orku náttúrunnar frá árinu 2020 rennur út um næstu áramót. Fjögur sölufyrirtæki tóku þátt í útboðinu og var það Orka náttúrunnar sem bauð hagstæðasta verðið.

 

„Við erum afar ánægð með nýjan samning við RARIK. Dreifitöpin eru órjúfanlegur hluti notkunar almenns markaðar, sem eru fyrirtæki og heimili, og er það keppikefli fyrir Orku náttúrunnar að halda áfram að tryggja raforkuöryggi almenns markaðar. Virkjanir Orku náttúrunnar framleiða rúmlega 25% af allri raforkunotkun almenns markaðar, á meðan hlutdeild okkar er 17% af heildarframleiðslu landsins,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

 

Grænn samningur til allt að fjögurra ára

Samningurinn milli RARIK og Orku náttúrunnar er til tveggja ára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn, þar sem verðbreytingar taka mið af markaðsverði raforku. Um nokkra verðhækkun er að ræða frá fyrri samningi vegna hækkandi markaðsverðs raforku. RARIK mun halda áfram að kaupa upprunaábyrgðir fyrir dreifitöpin og er þetta því grænn raforkusölusamningur.

 

„Við erum gríðarlega ánægð að hafa tryggt okkur þennan samning við Orku náttúrunnar. Það er stórt raforkuöryggismál að ná að tryggja kaup á þessari raforku fram í tímann. Þetta er einnig mikið hagsmunamál fyrir okkur, sérstaklega með tilliti til þess að margt bendir til að það gæti orðið skortur á raforku á næstu árum,“ segir Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri RARIK.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar