Umfangsmikil truflun hefur verið í dreifikerfi RARIK út frá Vatnshömrum. Fyrsta útleysing var kl. 16:48 þann 15. febrúar og í kjölfarið leysti út stærra svæði. Þegar mest lét var rafmagnslaust á Mýrum, í Reykholtsdal, Lundarreykjadal, Flókadal og allt upp í Húsafell.
Bilanaleit var mjög krefjandi og tímafrek og stóð yfir fram undir hádegi þann 16. febrúar. Átta bilanir fundust og þar af eru sex ónýtir dreifispennar. Allur tiltækur mannskapur á svæðinu hefur tekið þátt í bilanaleit og viðgerðum og stjórnstöð verið í fullum viðbúnaði. Orsök útleysingar er tæknileg og þarf að greina hana betur. Öllum viðgerðum var lokið klukkan 18:30. Allir eiga því að vera komnir með rafmagn en ef svo er ekki, er fólk beðið um að vera í sambandi við RARIK í síma 528 9000. Við hvetjum viðskiptavini okkar sem ekki hafa verið á svæðinu að vitja eigna sinna til að kanna hvort að allt sé í lagi. Þetta hefur verið krefjandi sólarhringur fyrir viðskiptavini RARIK á þessu svæði og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér.
Umfangsmikil truflun hefur verið í dreifikerfi RARIK út frá Vatnshömrum síðan um klukkan 17:00 í gær. Enn er rafmagnslaust í Lundarreykjadal og á litlum hluta Reykholtsdals.
Einnig er rafmagnslaust hjá nokkrum viðskiptavinum sem við höfum staðsett bilanir hjá á þessu svæði í kringum Vatnshamra. Bilanaleit hefur verið mjög krefjandi og tímafrek og stendur enn yfir. Sjö bilanir hafa fundist þar af fimm ónýtir dreifispennar og standa viðgerðir yfir. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Í bilanaleitinni getur rafmagn verið að koma inn og fara út til skiptis og einnig getur þurft að taka rafmagn af í stuttan tíma í tengslum við viðgerðir. Nánari upplýsingar um stöðu mála má finna á tilkynningasíðu og í kortasjá á www.rarik.is.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15