RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi og er háspennuhluti þess yfir 9.000 km að lengd. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins. Nú er um 70% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið fari í jörð.
Í ár er gert ráð fyrir að alls verði lagðir um 250 km í jörð í dreifbýli samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun. Við þessa tölu bætist svo tilfallandi notendadrifin verk sem nokkuð er um á hverju ári. Samkvæmt framkvæmdaáætlun RARIK er gert ráð fyrir tæplega 2,3 milljarða fjárfestingu í endurnýjun og aukningu dreifikerfis til sveita, og þar af verður tæplega 2,1 milljarði varið til þrífösunar dreifikerfisins og um 200 milljónum króna verður varið í lagningu stofnkerfis á tímabilinu. Ríkisjóður mun í ár, eins og undanfarin ár, styrkja framkvæmdir vegna brothættra byggða í Skaftárhreppi og á Mýrum í Borgarbyggð. Einnig er með aðkomu ríkissjóðs unnið eftir áætlun um að flýta þrífösun til stærri notenda.
Vesturland:
Borgarbyggð
Eyja- og Miklaholtshreppur:
Dalabyggð
Norðurland:
Skagafjörður
Dalvíkurbyggð
Þingeyjarsveit
Norðurþing
Austurland:
Fjarðabyggð
Suðurland:
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Hrunamannahreppur
Skaftárhreppur
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15