ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurnýjun dreifikerfis í dreifbýli 2021

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi og er háspennuhluti þess yfir 9.000 km að lengd. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins. Nú er um 70% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið fari í jörð.

Í ár er gert ráð fyrir að alls verði lagðir um 250 km í jörð í dreifbýli samkvæmt samþykktri framkvæmdaáætlun. Við þessa tölu bætist svo tilfallandi notendadrifin verk sem nokkuð er um á hverju ári. Samkvæmt framkvæmdaáætlun RARIK er gert ráð fyrir tæplega 2,3 milljarða fjárfestingu í endurnýjun og aukningu dreifikerfis til sveita, og þar af verður tæplega 2,1 milljarði varið til þrífösunar dreifikerfisins og um 200 milljónum króna verður varið í lagningu stofnkerfis á tímabilinu. Ríkisjóður mun í ár, eins og undanfarin ár, styrkja framkvæmdir vegna brothættra byggða í Skaftárhreppi og á Mýrum í Borgarbyggð. Einnig er með aðkomu ríkissjóðs unnið eftir áætlun um að flýta þrífösun til stærri notenda.

Helstu framkvæmdir 2021 til endurnýjunar á dreifikerfi RARIK

Vesturland:

 

Borgarbyggð

  • Lagðir verða um 8 km af 19 kV háspennustreng frá Dalsmynni að Hóli. Verkið verður unnið af Lás ehf. og áætlaður verktími er lok maí til byrjun júní. Þetta er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Lagðir verða um 6,5 km af 19 kV háspennustreng frá Varmalandi að Ásum. Verkið verður unnið af Lás ehf og áætlaður verktími er 7.-11.júní.
  • Lagðir verða um 0,5 km af 19 kV háspennustreng frá Bjarnastöðum að Gilsbakka. Verkið er unnið af Lás ehf og áætlaður verktími er miður júní. Þetta er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni þrífösunar.
  • Lagðir verða um 6,5 km af 19 kV háspennustreng frá Geirshlíð að Hrísum. Verkið er unnið af Lás ehf og áætlaður verktími er 21.-25.júní. Þetta er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Lagðir verða 2 km af 19 kV háspennustreng frá Dagverðarnesi að Skálafelli. Verkið er unnið af Lás ehf og áætlaður verktími er lok júní.
  • Lagðir verða um 5,5 km frá Vatnshömrum að Hvítárvallavegi. Verið er unnið af Lás ehf og áætlaður verktími er fyrsta vikan í júlí.
  • Lagðir verða 7 km af 19 kV háspennustreng frá Jörfa að Skiphyl. Verkið er unnið af Lás ehf. Áætlaður verktími er miður ágúst. Þetta er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Lagðir verða 13 km af 19 kV háspennustreng frá Snorrastöðum að Mýrdal. Verktaki er Lás ehf. Áætlaður verktími er lok ágúst.
  • Lagðir verða um 2 km af 19 kV háspennustreng við Selborgir. Ekki er búið að ákveða verktaka og tímasetningu á verkinu.

Eyja- og Miklaholtshreppur:

  • Lagðir verða um 5,5 km af 19 kV háspennustreng frá Hömluholti að Skógarnesi. Verkið er unnið af Lás ehf og er áætlaður verktími fyrsta vikan í ágúst. Þetta er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Lagðir verða um 2 km af 19 kV háspennustreng frá Rauðkollsstöðum að Laugagerðisskóla. Verkið er unnið af Lás ehf. Áætlaður verktími er 9.-13.ágúst.
  • Lagðir verða um 4 km af 19 kV háspennustreng frá Hrútsholt-Dalsmynni. Verkið er unnið af Lás ehf. Áætlaður verktími er 9.-13.ágúst.

Dalabyggð

  • Lagðir verða um 12 km af 19 kV háspennustreng frá Aflstöðum að Vatni og að Jörfa. Verkið verður unnið af Lás ehf og er að fara í gang þessa dagana. Verkinu líkur seinni hluta maí. Þetta er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.

Norðurland:

 

Skagafjörður

  • Lagðir verða um 13,5 km af 11 kV háspennustreng í Glaumbæjarlínu frá Varmahlíð að Litlu Gröf. Verktaki er Vinnuvélar Símonar ehf. Verkið verður unnið á tímabilinu maí til júlí.
  • Lagðir verða um 4,5 km af 11 kV háspennustreng frá Kolgröf að Syðra Vatni í stað tveggja víra línu. Verktaki er Vinnuvélar Símonar ehf. Verkið verður unnið á tímabilinu maí til júlí. Þetta verk er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Lagðir verða 2 km af 11 kV háspennustreng í stað tveggja víra línu að bæjunum Ytra og Syðra Vallholti. Ekki er búið að ákveða verktaka eða tímasetningu verks.
  • Í Fljótum á að endurnýja 6 km af Siglufjarðarlínu með 33 kV háspennustreng. Umræddur bútur mun vera elsta uppistandandi lína RARIK í dag. Ekki er búið að ákveða verktaka eða tímasetningu á verkinu.

Dalvíkurbyggð

  • Í Svarfaðardal vestri verða lagðir um 13,5 km af 11 kV háspennustreng frá bænum Hóli og suður að Ytra-Holti. Verktaki verður Vinnuvélar Símonar ehf. Áætlaður verktími er júlí til september.
  • Frá Hámundarstaðahálsi að aðveitustöðinni í Árskógi á að leggja um 6 km af 33 kV háspennustreng. Þar með verður kominn 33 kV strengur frá Árskógi til Dalvíkur. Ekki er búið að ákveða verktaka eða tímasetningu á verkinu.

Þingeyjarsveit

  • Í Aðaldal frá bænum Mýlaugsstaðir og að Hjarðarbóli verða lagðir um 11 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki verður Vinnuvélar Símonar ehf. Áætlaður verktími er júlí til september.

Norðurþing

  • Í Öxarfirði á að leggja um 33,5 km af 11 kV háspennustreng frá Ástjörn að Austaralandi og Núpi ásamt álmum út frá stofnleið. Verktaki verður Vinnuvélar Símonar ehf. Áætlaður verktími er júlí til september. Þetta ver er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Lokið verður við síðari áfanga á lögn 33 kV háspennustrengs til Raufarhafnar, en strenglengdin þar er 10 km. Ekki er búið að ákveða verktaka eða tímasetningu á verkinu.

Austurland:

 

Fjarðabyggð

  • Í Breiðdal á að leggja á u.þ.b. 27 km af 11 kV háspennustreng frá Ormstöðum í Ásunnastaði, auk hluta Suðurbyggðar. Verktaki er Austfirskir verktakar ehf. Áætlaður verktími er júní til ágúst. Verkið er eitt af flýtiverkefnum styrkt af ríkisstjórninni vegna þrífösunar.
  • Frá bænum Ósi í Breiðdal að bænum Núpi í Berufirði verða lagðir 10,5 km af 33 KV háspennustreng og 10,5 km 11 kV háspennustreng í samvinnu við Orkufjarskipti. Verkið er unnið af Steypustöð Skagafjarðar ehf og áætlaður verktími er í júní, jafnvel aðeins fram í júlí.

Suðurland:

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

  • Leggja á samtals um 16 km 11 kV háspennustrengi, annars vegar frá Ásaskóla að Hlíð og hins vegar frá Ásaskóla að Haga. Verktaki er Línuborun ehf. Áætlaður verktími er frá miðjum júní fram í lok júlí.

Hrunamannahreppur

  • Lagður verður um 11 km 11 kV háspennustrengur frá Skipholti að Fossi. Verktaki er Línuborun ehf. Áætlaður verktími er maí til júní.

Skaftárhreppur

  • Í Skaftártungu á að leggja14,5 km af 19 kV háspennustreng frá Hemru að Ásum annars vegar og frá Gröf að Skaftárdal hins vegar. Verktaki er Þjótandi ehf. Áætlaður verktími er júní. Verkið er eitt af flýtiverkefnum sem styrkt er af ríkisstjórninni vegna brothættra byggða.
  • Í Mörtungu verður lagður 1 km af 19 kV háspennustreng. Ekki er búið að ákveða verktaka eða tímasetningu. Verkið er eitt af flýtiverkefnum sem styrkt er af ríkisstjórninni vegna brothættra byggða.
Jarðstrengur plægður sumarið 2020 vegna endurnýjunar Grenivíkurlínu.
Jarðstrengur plægður sumarið 2020 vegna endurnýjunar Grenivíkurlínu.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik