RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi og er háspennuhluti þess yfir 9.000 km að lengd. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 62% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035.
Hér er samantekt á stöðu helstu jarðstrengsverkefna ársins 2019 vegna endurnýjunar loftlínukerfis á veitusvæði RARIK.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15