ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Upplýsingar um stóra truflun hjá Landsneti og RARIK

Rétt eftir klukkan 14:00 í dag 2. október komst rafmagn aftur á eftir stóra truflun sem varð í flutningskerfi Landsnets. Rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi RARIK varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar okkar á Eyvindará á Egilsstöðum. Einnig leysti út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina.

Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024
Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024

Meðfylgjandi kort sýnir hvar varð rafmagnslaust á dreifisvæði RARIK og einnig áhrifasvæði spennubreytinga í Mývatnssveit. Akureyri er sýnt blátt á kortinu þar sem það er ekki innan dreifisvæðis RARIK en þar varð ekki rafmagnslaust samkvæmt þeim upplýsingum sem RARIK hefur fengið. Skv. upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða fór rafmagn af í örstutta stund á hluta Vestfjarða. Þetta er ekki merkt á korti þar sem ekki er um dreifisvæði RARIK að ræða. Austfirðir og fleiri svæði á Austurlandi sem eru innan dreifisvæðis RARIK og urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en gætu hafa upplifað einhverjar truflanir eða flökt.

 

Varðstu fyrir tjóni?

Mikið högg kom á allt kerfið og vegna þess að ekki leysti út á Mývatni er ljóst að þar hefur orðið nokkurt tjón hjá viðskiptavinum okkar. Við hvetjum viðskiptavini okkar sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum rafmagnstruflana að senda inn tilkynningu á vef RARIK.

 

Við viljum heyra í þér ef þú ert rafmagnslaus

Það er krefjandi að byggja upp kerfið eftir svona stóra útleysingu og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Viðskiptavinir RARIK sem enn finna fyrir rafmagnsleysi eru hvattir til að kanna hvort að lekaliði hafi leyst út og ef það er ekki orsökin að hafa samband við RARIK í síma 528 9000 og velja 1 fyrir bilanavakt.

 

Fréttin var uppfærð 03.10.2024 kl. 12:00

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar