Hér að neðan birtast fréttir af stöðu dreifikerfisins eftir því sem tilefni verða til vegna óveðurs 14. febrúar 2020. Auk þess upplýsum við um stöðu mála á tilkynningasíðu og á kortasjá.
Þessi frétt verður ekki uppfærð frekar en yfirlit yfir bilanir sem urðu í óveðrinu verður birt fljótlega á vef RARIK.
RARIK vill þakka viðskiptavinum sínum fyrir þolinmæði og skilning við þessar erfiðu aðstæður.
Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár eru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets.
5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í dag, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15