ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Gátlisti fyrir umsókn á bráðabirgðaheimtaug (rafmagn)

Almennar upplýsingar

  • Heimilisfang verkstaðar, landnúmer og póstnúmer. Hægt er að sækja upplýsingar beint í fasteignaskrá í skráningarforminu. Ef þessar upplýsingar eru ekki til þá er hægt að staðsetja verkstað á korti eða setja inn hnit.
  • Nafn greiðanda, kennitala, GSM símanúmer og netfang. Athugið að greiðandi er sá aðili sem verður skráður fyrir heimlögninni.
  • Nafn tengiliðar í verkefninu, GSM símanúmer og netfang. Athugið að tengiliður er sá aðili sem RARIK er í sambandi við hvað varðar útfærslu og framkvæmd verksins.

Kostnaður


Upplýsingar um framkvæmd

Með bráðabirgðaheimtaug er átt við heimtaug sem fjarlægð er að verki loknu og gjald fyrir hana dregst ekki frá gjaldi fyrir varanlega heimtaug ef sótt er um slíkt síðar. Bráðabirgðaheimtaugar skulu aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra. Ef sótt er um bráðabirgðaheimtaug í byggingarfasa eignar og síðar stendur til að sækja um fullnaðarheimtaug, þá viljum við benda á að það getur verið hagkvæmara að sækja um „nýja heimtaug“ og sækja svo um flutning heimtaugar þegar sá tími kemur.

 

Ef verið er að óska eftir bráðabirgðaheimtaug á byggingarlóð þá er afhendingarstaður RARIK við lóðarmörk.

 

Ef verið er að óska eftir bráðabirgðaheimtaug í tímabundna starfsemi (t.d. matarvagna og slíkt) þá er afhendingarstaður RARIK við næsta götuskáp eða dreifistöð.  

 

Hvaða upplýsingar þurfum við?

  • Stærð heimtaugar (Verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns
  • Gert er ráð fyrir einum mæli fyrir hverja bráðabirgðaheimtaug. Óskað er eftir upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang orkukaupanda sem á að skrá fyrir mæli. Orkukaupandi er sá sem fær sendan reikning fyrir orkunotkun.
  • Nafn, kennitala, netfang og símanúmer rafverktaka sem sér um framkvæmd.
  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu/áætlað tímabil þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmd sé komin svo langt að RARIK geti hafist handa við sinn hluta verksins. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt. Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.

Fylgigögn

Þegar þú sækir um bráðabirgðaheimtaug fyrir rafmagn er óskað eftir eftirfarandi fylgigögnum:

  • Afstöðumynd (pdf) sem sýnir hvar á að tengja heimtaugina.
  • Stöðuleyfi: Ef sveitarfélagið gerir kröfu um stöðuleyfi fyrir þá starfsemi sem bráðabirgðaheimtaugin er ætluð fyrir, þarf að skila því inn og er það staðfesting á að RARIK má leggja lagnir á svæðinu.

Vinsamlegast athugið

  • Verk skal unnið skv. TTR og skilmálum RARIK.
  • Upplýsingar um afmarkanir á milli þéttbýlis og dreifbýlis
  • Raflagnahönnuður eða rafverktaki geta verið ykkur innan handar með ákvörðun á stærð bráðabirgðaheimtaugar.
  • Svo að hægt sé að spennusetja heimtaugina þarf rafverktakinn þinn að senda inn þjónustubeiðni í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik