Með bráðabirgðaheimtaug er átt við heimtaug sem fjarlægð er að verki loknu og gjald fyrir hana dregst ekki frá gjaldi fyrir varanlega heimtaug ef sótt er um slíkt síðar. Bráðabirgðaheimtaugar skulu aflagðar innan 24 mánaða frá tengingu þeirra. Ef sótt er um bráðabirgðaheimtaug í byggingarfasa eignar og síðar stendur til að sækja um fullnaðarheimtaug, þá viljum við benda á að það getur verið hagkvæmara að sækja um „nýja heimtaug“ og sækja svo um flutning heimtaugar þegar sá tími kemur.
Ef verið er að óska eftir bráðabirgðaheimtaug á byggingarlóð þá er afhendingarstaður RARIK við lóðarmörk.
Ef verið er að óska eftir bráðabirgðaheimtaug í tímabundna starfsemi (t.d. matarvagna og slíkt) þá er afhendingarstaður RARIK við næsta götuskáp eða dreifistöð.
Hvaða upplýsingar þurfum við?
Þegar þú sækir um bráðabirgðaheimtaug fyrir rafmagn er óskað eftir eftirfarandi fylgigögnum:
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15