Heimilisfang verkstaðar, landnúmer og póstnúmer. Hægt er að sækja upplýsingar beint í fasteignaskrá í skráningarforminu. Ef þessar upplýsingar eru ekki til þá er hægt að staðsetja verkstað á korti eða setja inn hnit.
Nafn greiðanda, kennitala, GSM símanúmer og netfang. Athugið að greiðandi er sá aðili sem verður skráður fyrir heimlögninni.
Nafn tengiliðar í verkefninu, GSM símanúmer og netfang. Athugið að tengiliður er sá aðili sem RARIK er í sambandi við hvað varðar útfærslu og framkvæmd verksins.
Gefa upp fjölda viðbótarmæla sem óskað er eftir. Viðbótamælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum með fleiri matshlutum. Sjá nánar í Verðskrá fyrir heitt vatn og tengigjöld kafla 3.1 (mælagrind).
Nafn, kennitala, símanúmer og netfang orkukaupanda sem á að skrá fyrir mæli. Orkukaupandi er sá sem fær sendan reikning fyrir orkunotkun.Viðbótamælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum með fleiri matshlutum.
Fylgigögn
Samþykki húsfélags
Mynd af tengigrind og staðsetningu hennar
Vinsamlegast athugið
Bent er á að heimlagnarhafi þarf að vera í sambandi við pípulagningameistara til að sjá um vinnu í neysluveitu.