ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Gátlisti fyrir umsókn um breytingu á heimtaug (rafmagn)

Almennar upplýsingar

  • Heimilisfang verkstaðar, landnúmer og póstnúmer. Hægt er að sækja upplýsingar beint í fasteignaskrá í skráningarforminu. Ef þessar upplýsingar eru ekki til þá er hægt að staðsetja verkstað á korti eða setja inn hnit.
  • Nafn greiðanda, kennitala, GSM símanúmer og netfang. Athugið að greiðandi er sá aðili sem verður skráður fyrir heimlögninni.
  • Nafn tengiliðar í verkefninu, GSM símanúmer og netfang. Athugið að tengiliður er sá aðili sem RARIK er í sambandi við hvað varðar útfærslu og framkvæmd verksins.

Kostnaður


Upplýsingar um framkvæmd

Ef sækja á um nýja heimtaug í stað bráðabirgðaheimtaugar, telst það ekki vera breyting á heimtaug. Velja skal í því tilfelli „ný heimtaug“. 

 

Undir breytingar á heimtaug fellur þrífösun, stækkun eða minnkun heimtaugar og færsla heimtaugar. Í sumum tilfellum er sótt um eitthvað tvennt í einu t.d. þrífösun og stækkun heimtaugar og er hægt að gera það í sama skrefinu.


Hvaða breytingu er óskað eftir?

Breytingar á heimtaug vegna rafmagns geta verið eftirfarandi:

  • Þrífösun
  • Stækkun heimtaugar
  • Minnkun heimtaugar
  • Færsla heimtaugar eða aðrar breytingar

Óskað eftir mismunandi upplýsingum eftir því hvaða breytingu er sótt um.


A) Þrífösun

  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt. Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.
  • Vinsamlegast hafið sambandi við rafverktaka.  RARIK getur ekki framkvæmt verkið fyrr en þjónustubeiðni berst til RARIK frá rafverktaka í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
  • Ef óskað er eftir öðrum breytingum á sama tíma og þrífösun er gerð, þá skal sótt sérstaklega um þær og er hægt að gera það á einfaldan hátt í umsóknarferlinu.
  • Þrífösun heimtaugar, þar sem þrífasa kerfi er til staðar hjá RARIK, er notanda að kostnaðarlausu. Þó ber notanda að sjá um breytingar í eigin kerfi og kosta þær.
  • Sé þrífasa háspennukerfi ekki fyrir hendi, en þið óskið eftir að flýta endurnýjun vegna þarfar fyrir þriggja fasa rafmagn, þá fylgir því töluverður kostnaður og getur tekið tíma að framkvæma, sjá verðskrá RARIK fyrir tengigjöld rafmagns, grein 2.13. Ef þið eruð í slíkum hugleiðingum hafið þá vinsamlegast samband við RARIK í síma: 528 9000.

B) Stækkun heimtaugar

  • Stærð heimtaugar sem óskað er eftir (verðskrá RARIK fyrir tengigjöld rafmagns)
  • Fjöldi fyrirhugaðra mæla. Meginreglan er að það er einn mælir á hverja heimtaug. Viðbótarmælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum með fleiri matshlutum. Sjá frekari upplýsingar í verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns. 
  • Nafn, kennitala, símanúmer og netfang orkukaupanda sem á að skrá fyrir mæli. Orkukaupandi er sá sem fær sendan reikning fyrir orkunotkun.
  • Nafn, kennitala, símanúmer og netfang rafverktaka sem sér um framkvæmd.
  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt. Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.
  • Fylgigögn:
    • Einlínumynd af rafmagnstöflu og mælakassa ef hann er til staðar. Þarf aðeins að skila inn ef að stækkun hefur í för með sér breytingu á töflu.
    • Ef sótt er um 5 mæla eða fleiri þarf að fylgja einföld útlitsmynd af mælatöflu.
    • Ef sótt er um heimtaugar sem eru 200 amper (A) þarf að fylgja afláætlun og einföld útlistmynd af mælatöflu.
    • Ef sótt er um heimtaugar sem eru 400 amper (A) eða stærri mun RARIK óska eftir skammhlaupsútreikningum þegar hönnun verks er hafin. Ekki þarf að skila þeim inn með umsókn.
  • Athugið að stækkun á núverandi heimtaug getur haft í för með sér að skipta þurfi um heimtaugastreng.

C) Minnkun heimtaugar

  • Stærð heimtaugar sem óskað er eftir, sjá verðskrá RARIK fyrir tengigjöld rafmagns
  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt.  Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.
  • Athugið: Hafið samband við rafverktaka sem sér um nauðsynlegar breytingar í ykkar kerfi. RARIK getur ekki framkvæmt verk fyrr en þjónustubeiðni berst til RARIK frá rafverktaka í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
  • Ekki er rukkað fyrir þessa þjónustu.

D) Færsla

  • Lýsing á hvað á að gera
  • Nafn, kennitala, símanúmer og netfang rafverktaka sem sér um framkvæmd.
  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt. Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.
  • Athugið! RARIK getur ekki hafið undirbúning þessa verks fyrr en þjónustubeiðni berst til RARIK frá rafverktaka í gegnum gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
  • Fylgigögn:
    • Grunnmynd og snið (rafmagn)
    • Mynd af staðsetningu. Hér er hægt að setja inn gögn sem hjálpar starfsfólki RARIK að átta sig á staðháttum sem skipta máli í verkefninu og í hverju breytingarnar felast. Geta verið teikningar eða ljósmyndir.
  • Athugið! Færslur á búnaði RARIK sem óskað er eftir eins og færsla á heimtaug, götuskáp, mælakassa, o.s.frv. er alfarið á kostnað umsækjanda.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik