ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Gátlisti fyrir umsókn um nýja heimæð (hitaveita)


Almennar upplýsingar

  • Heimilisfang verkstaðar, landnúmer og póstnúmer. Hægt er að sækja upplýsingar beint í fasteignaskrá í skráningarforminu. Ef þessar upplýsingar eru ekki til þá er hægt að staðsetja verkstað á korti eða setja inn hnit.
  • Nafn greiðanda, kennitala, GSM símanúmer og netfang. Athugið að greiðandi er sá aðili sem verður skráður fyrir heimlögninni.
  • Nafn tengiliðar í verkefninu, GSM símanúmer og netfang. Athugið að tengiliður er sá aðili sem RARIK er í sambandi við hvað varðar útfærslu og framkvæmd verksins.

Kostnaður


Upplýsingar um framkvæmd

Þegar sótt er um nýja heimæð fyrir hitaveitu er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:    

  • Stærð heimæðar í mm (verðskrá fyrir heitt vatn og tengigjöld)  
  • Brúttórúmmál húseignar í rúmmetrum
  • Fjölda fyrirhugaðra mæla. Meginreglan er að það er einn mælir á hverja heimæð. Viðbótamælar eru eingöngu settir upp í fjöleignahúsum eða húsum sem fleiri matshlutum. Sjá frekari upplýsingar í verðskrá fyrir heitt vatn og tengigjöld.  
  • Nafn, kennitala, símanúmer og netfang orkukaupanda sem á að skrá fyrir mæli.  Orkukaupandi er sá sem fær sendan reikning fyrir orkunotkun.
  • Nafn, kennitala, símanúmer og netfang pípulagningarmeistara sem sér um framkvæmd.  
  • Áætluð tímasetning
    • Hér er átt við dagsetningu sem RARIK getur hafist handa við verkið. RARIK mun reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt.  Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.

Fylgigögn

Vinsamlegast skilið eingöngu viðeigandi gögnum, ekki heilum teikningasettum:


Vinsamlegast athugið

  • Ef heimæð fer yfir land í eigu annarra þá ber umsækjandi ábyrgð á að útvega leyfi þess landeiganda.  RARIK mun upplýsa hvort að þurfi að fara í þessa aðgerð og mun einnig útvega form sem hægt er að nota.
  • RARIK mun senda afrit af umsókn til pípulagningarmeistara sem er gefinn upp í umsókninni.
  • Umsækjanda ber að tryggja greiða leið lagnar að inntaksstað og í samræmi við tæknilega tengiskilmála hitaveitna á vef Samorku. 20 mm heimæð þarf 110 mm ídráttarrör í gegnum húsvegg. Fyrir stærri heimæðar skal hafa samband við RARIK til að fá nánari upplýsingar um rétt val á ídráttarrörum.
  • RARIK áskilur sér rétt til að hanna sverleika heimæðar í samræmi við áætlaða notkun og til að lágmarka sóun á vatni.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik